Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 77
HELLISBÚAR
75
„Ég hefi svolítinn búgarð
hérna,“ sagði hann, ,,og Hollin-
an sá um hann, þegar ég var
í bænum.
Hann var nokkurs konar
ráðsmaður. Þau voru hjá mér
til marzloka. — Þá, einn góð-
an veðurdag, stungu þau af
bæði tvö og ég hefi ekki séð
þau síðan. Stungu bara af eins
og frjálsar manneskjur. Frjáls-
ar manneskjur, já, herra minn,
frjálsar eins og fuglar himins-
ins.“
„Hvert skyldu þau hafa far-
ið?“
„Ég veit það ekki fyrir víst,“
sagði hann, „en á ég að segja
yður, hvað ég held ? Ég held, að
hellisdvölin hafi eyðilagt þau.
Þau gátu ekki búið í húsi fram-
ar. Ég held að þau hafi farið
frá mér, af því að þau voru orð-
in leið á að búa í húsi.“
,,Jæja,“ sagði ég. „Gleðileg
jól!“ ‘
„Sömuleiðis," sagði hann og
hringdi af.
. V .
Öld sérfræðinganna.
Á fundi í verzlunarfélagi einu í Ameríku var einn af ræSu-
mönnunum að tala um nauðsyn sérfræðinga á ýmsum sviðum
og sagði í því sambandi eftirfarandi gamansögu: Kona kom
inn í búð og vildi kaupa tvo fugla. Hún sagði búð'armanninum,
hvaða tegund hún vildi, en gat þess jafnframt, að annar ætti að
vera karlfugl en hinn kvenfugl.
Þegar hún hafði fengið fugla, sem henni likaði, spurði hún
búðarmanninn, hvemig hún ætti að þekkja fuglana að. Búðar-
maðurinn sagði henni að fara í aðra verzlun og kaupa þar orma
handa fuglunum, en þeir yrðu að vera bæði karlkyns og kven-
kyns, því að karlfuglarnir borði aðeins kvenorma og kvenfugl-
arnir aðeins karlorma. Af þessu geti hún þekkt fuglana í sundur.
Konan þakkaði honum fyrir, kvaddi og fór.
En að vörmu spori kom hún aftur og sagði við búðarmanninn:
„Eg er víst óttalegur klaufi, en segið mér, hvernig á ég að þekkja
í sundur karl- og kvenormana?"
„Það er ekki mitt að svara því, frú,“ sagði búðarmaðurinn,
„ég er aðeins fuglafræðingur, um það verðið þér að ráðfæra
yður við ormafræðing."