Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 88
86
ÚRVAL
„Hvar lærðir þú þetta?“ hróp-
aði Offenbach.
„Læ'rði það?“ sagði gamli
maðurinn brosandi. „Ég lærði
það ekki. Ég samdi það.“
Þannig fann Offenbach Rú-
dolph Zimmer.
En Zimmer vildi ekki selja
lagið. Það brá fyrir sorgar-
skúgga á ellihrjúfu andliti hans,
þégar hann sagði frá því, að
konan sín hefði dáið sama dag
og hann samdi lagið. Frá þeirri
stundu þvarr smátt og smátt
atvinna hans, fé og heilsa. Hann
hafði þá trú, að bölvun hvíldi á
laginu.
Offenbach var svo ofsaglað-
ur, að hann lét þetta sem vind
um eyrun þjóta. Hann sagði, að
það gæti ekki hvílt bölvun á tón-
list. Fagurt lag gat ekki valdið
ógæfu. Að lokum samþykkti
Zimmer að fara heim og radd-
setja lagið. Offenbach átti að
heimsækja hann daginn eftir
og sækja það. Þegar Offenbach
hringdi bjöllunni seinna í vik-
unni opnaði dyravörðurinn fyr-
ir honum. Jú, Zimmer var
leigjandi þar, og það stóð heima,
að hann var nokkurs konar tón-
listarmaður. En hann var í
vafa um, að nokkuð væri á
Zimmer að græða, því að til allr-
ar óhamingju væri hann dáinn.
Offenbach gekk inn. Við hlið-
ina á líki gamla tónskáldsins lá
stórt umslag, og á það var hrip-
að nafnið „Jacques Offenbach“.
Offenbach tók umslagið og fór
heim.
Úr þessu lagi varð Bátsöng-
urinn (Barcarolle) til, ásta-
söngurinn í „Ævintýrum Hoff-
manns“. Offenbach vann að
óperunni sem óður væri, eins og
fyrirboði ógæfu væri fólginn í
fegurð tónverksins. Hann vissi
að hann var heilsuveill, og það
knúði hann til þess að flýta sér
enn meira við að Ijúka verkinu.
Þegar hann að lokum kom á
skrifstofu Carvalho, forstjóra
Opera Comique í París, og af-
henti nóturnar, var hann næst-
um æðislegur í framkomu. Það
varð að koma upp leiktjöld-
um fyrir óperuna tafarlaust,
skipaði hann. Það varð að
ákveða frumsýningu innan fárra
vikna. Carvalho fannst hann
sérvitur tónlistarmaður, en gaf
samt sem áður samþykki sitt.
Offenbach dó nákvæmlega
fimm mánuðum og fimm dög-
um áður en tjaldið lyftist á
frumsýningunni. Hann hafði
aldrei heyrt Bátsönginn á leik-
sýningu.