Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
flestir höfðu hlotið eldskírnina
við Dunkerque, í Grikklandi eða
á Krít, gerðu sér ljóst, að fyrir
hermanninn er stríð ekki
óáþekkt blóðugum knattspyrnu-
leik. Knattspymukappinn beit-
ir allri orku sinni til að ná vissu
marki og verður síðan að taka
sér stöðu á miðjum velli á ný,
imdir næsta áhlaup. Þannig
gerði brezki hermaðurinn sér
alltaf ljóst, hvers morgundag-
urinn kráfðist af honum, og
bölvaði á bjagaðri stofnensku
því sem unnizt hafði — og
barðist áfram. Honum þótti ekki
hót varið í að smala saman
hungruðum og gegndrepa Itöl-
um, sem gáfust upp fyrir
hverjum þeim, sem gat gefið
þeim að éta eða handtaka
Þjóðverja, taugabilaða af
sprengjugný, sem höfðu barizt
vasklega, en beðið lægri hlut.
Öll herferðin frá Alamein til
Túnis hafði erfiðleika og eymd
í för með sér, ekki fyrir menn-
ina í fremstu víglínu heldur alla,
sem um auðnina fóru. Það er
sagt í Kairo, að hægt sé að
þekkja þá úr, sem verið hafa í
vestur sandauðninni, vegna þess
að þeir séu sífellt að veifa
höndunum yfir matnum sínum,
til þess að reka burt flugur —
þó að engar flugur séu. Þetta
eru engar ýkjur. Flugumar
voru hræðilegar. Þær voru
hundruðum saman um hvern
matarbita. Þær flögruðu yfir
matnum og settust á kjötflís,
áður en hægt var að koma henni
upp í sig. Hermennirnir köll-
uðu flugumar kjötið í kjöt- og
grænmetisskamtinum. Frá því
um sólarupprás flugu þær stöð-
ugt milli opinna salerna og
matarílátanna, og þeim tókst
með sýklaburði sínum að koma
fleiri af mönnum okkar í sjúkra-
hús heldur en Afríkuher Rom-
els megnaði að gera.
Áttundi herinn hafðist við í
ósigrum og sigrum á berri jörð-
inni. I hreyfanlegum hernaði
veitist enginn tími til að slá upp
tjöldum, og í borgum var ekki
hægt að búa. Sprengikúlur og
flugvélasprengjur voru smá-
vægileg óþægindi samanborið
við flugur, flær, sporðdreka,
svartar köngulær og höggorma,
sem fullt var af í sandinum. Á
gróðursvæðinu umhverfis Beng-
hazi voru malaríuflugur og lýs,
sem sýktu menn af taugaveiki.
Hjá Tripolis úði og grúði af
gráðugum, rauðum maurum.
Við þessi óþægindi bættist, að
sandurinn rauk, ef nokkur vind-