Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 75
HELLISBÚAR
73.
sagði hann. „Þú laugst upp á
okkur í blaðinu.“
„Þetta er rétt, Jim,“ sagði frú
Hollinan, flissandi. „Láttu hann
fá að kenna á því.“
Ég lokaði dyrunum og flýtti
mér niður stigann. Hollinan
rambaði út úr herberginu og
fram á stigapallinn. Hann hélt
sér í handriðið með annari
hendinni. Þegar ég var kominn
niður á aðra hæð, kastaði hann
brennivínsflöskunni. Hún lenti
á veggnum, rétt fyrir ofan mig,
og mölbrotnaði. Víni og gler-
brotum rigndi yfir mig. Ég
hljóp niður stigann, unz ég var
kominn úr skotmáli. Alla leið-
ina niður heyrði ég frú Hollinan
hrópa: „Láttu hann fá að kenna
á því, Jim.“
„Guð komi til,“ sagði hús-
freyjan, þegar ég var kominn
niður, „hvað skeði? Hvaða
brothljóð var þetta?“
„Þú lyktar eins og brenni-
vínsgerð,“ sagði stúlkan, sem
með mér var.
Ég hló. „Herra Hollinan kast-
að brennivínsflösku í mig,“
sagði ég.
„Það er ekkert hlægilegt við
það,“ sagði konan hvasst.
„Hvers vegna kallið þér ekki á
lögregluna?“
„Við skulum koma okkur út,“
sagði ég við stúlkuna.
Við fórum inn í vínbúð og ég
keypti þar flösku af hollenzku
brennivíni, sem ég lét pakka inn
í jólapappír. Ég sagði síð-
an búðarmanninum heimilisfang
Hollinans og bað hann að senda
flösku þangað. Stúlkan hélt, að
ég væri brjálaður, en mér var
sama. Þetta var í fyrsta skipti
í margar vikur, sem ég hafði
hlegið hjartanlega.
Snemma næsta morgun fór
ég aftur að finna Hollinanhjón-
in. Ég taldi það skyldu mína að
gera enn eina tilraun til að af-
henda þeim peningana.
„Hellisbúarnir eru farnir,"
sagði húsfreyjan mér. „Það
kom maður hingað í gærkveldi í
skrautlegum bíl. Hann hafði
meira að segja einkaekil. Hann
fór með hjónin. Ég talaði við
hann, áður en hann fór upp á
loft, og sagði honum, hvernig
þau hefðu látið, en hann lét sér
fátt um finnast. Hann gaf mér
fimm dollara. „Takið við þessu
fyrir ónæðið," sagði hann. „Ef
þetta sómafólk skyldi fá bréf,
þá sendið mér þau, ég skal sjá
um að þau komizt í hendur
þeirra.“ Hann lét þau setjast í.
aftursætið hjá sér. Haun sagð-