Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL.
en hún var opin alla nóttina.
Við sváfum sitjandi á kirkju-
bekknum. Oftast skildum við á
morgnana, þegar við fórum í
atvinnuleit. Maðurinn minn fékk
sjaldan handtak að gera. Hann
stóð ver að vígi, og svo var
hann líka eldri en ég. Tvisvar
eða þrisvar sinnum í viku
bauðst mér vinna við hreingern-
ingar og fékk fyrir það nokkra
dollara, sem við lifðum á. Þá
sóttum við vatn og steiktum
kjöt.“
„Hvernig sváfuð þið í hellin-
um,“ spurði ég.
„Við blunduðum til skiptis í
rúmbæli, sem við rákum saman
úr kassafjölum," sagði hún.
„Við héldum eldinum við. Við
máttum ekki kynda bál, því að
þá hefðu lögregluþjónarnir
komið og rekið okkur burt. Þeir
vissu, að við bjuggum í hellin-
um, en meðan við kynntum
ekki svo mikið bál, að það vekti
eftirtekt, létu þeir okkur í friði.
Síðastliðið sumar var hellirinn
betri en hús. En eftir að hann
fór að rigna, urðum við gigt-
veik og leið afleitlega.“
Kjóll frú Hollinan var mjög
slitinn og snjáður, en þó hreinn
og þokkalegur. Ég undraðist,
hvað hún var hreinleg eftir hell-
isdvölina. Ég býst við, að hún
hafi lesið í hug minn, því að hún
sagði: „Við fórum í baðhúsið
tvisvar í viku og ég sauð skyrt-
urnar af bóndanum og kjólana
mína í gömlum potti í hellin-
um.“ Við töluðum saman í
stundarfjórðung, en þá kom
maðurinn. Hann kom með kaffi-
pakka og tvær brauðsneiðar.
Ég þóttist vita, að þau kærðu
sig ekki um, að ég væri þarna
meðan þau snæddu, og kvaddi
því og fór.
„Ég vona, að okkur verði
hjálpað í þetta sinn,“ sagði frú
Hollinan, um leið og ég fór út
úr dyrunum, og varð mér þá
ljóst, að hún hélt, að ég væri
starfsmaður hjálparstofnunar-
innar. Ég hafði ekki brjóst í
mér til að leiðrétta þennan mis-
skilning hennar.
Ég hafði ekki neinn sérstak-
an áhuga á lífi og högum Holl-
inanhjónanna. Samanborið við
annað fólk, sem ég hafði haft
kynni af þenna vetur, voru þau
ekki neitt sérstaklega aumkv-
unarverð. — í blaðagreininni
sem ég skrifaði um þau, nefndi
ég atvikið, þegar frú Hollinan
sagði við mann sinn, að þau
ættu sjö sent eftir, þegar hann
hefði keypt í matinn. Auk þess