Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 17
Eiga steinskipin eftir að valda byitingu á
sviði siglinga í framtíðinni?
Með steinskipi yfir Atlantshaf
á 42 klukkustundum.
Grein úr „Mechanix Illustrated",
eftir Charies Borden, kaptein.
1UIKIL eftirvænting ríkti með-
1 al blaðamanna og flotasér-
fræðinga, þegar „Lektron“ sigldi
út San Francisco flóann með
ofsahraða og klauf öldurnar
léttilega.
„Þetta er ótrúlegt!" kallaði
embættismaður í flotamála-
ráðuneytinu til sjóliðsforingja,
þar sem þeir stóðu hálfbognir
í brynvarinni lyftingu þessa
furðuskips.
Lektron er að hálfu leyti kaf-
bátur, ekki ósvipaður Churchill-
vindli í laginu og byggður úr
sérstakri tegund steinsteypu.
Hann er 124 fet á lengd, 7 fet
í þvermál og vegur 10 smálest-
ir. Þegar hann er fullhlaðinn, er
hann að þrem f jórðu hlutum í,
kafi, en burðarmagn hans er 55
smálestir, og eldsneytisforðinn
nægir til 5000 rnílna ferðar.
Lektron er tilraunaskip, en í
ráði er að byggja heilan flota
af 400 feta löngum flutninga-
skipum, sömu tegundar.
Hal Hayes, sem gert hefir
uppdráttinn að skipinu og séð
um byggingu þess, er hæversk-
ur og viðmótsþýður maður,
þrjátíu og eins árs að aldri.
Hann hefir byggt fleiri steinhús
en nokkur annar bygginga-
meistari og valdið gjörbreyt-
ingu í framleiðslu steinsteypu.
Fyrir þetta er hann kunnur um
öll Bandaríkin og víðar undir
nafninu „Ford byggingariðnað-
arins“. I tólf ár hefir Hayes
gert tilraunir með byggingu
steinskipa og hefir í þeim lítt
farið að hefðbundnum reglum
um byggingu skipa. Með þess-
um tilraunum hefir Hayes al-
gerlega kollvarpað þeim skoð-
unum, að steinskip hljóti alltaf
að vera ganglítil og klunnaleg,
því að Lektron er með full-
komnara straumlínulagi en