Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 19
MEÐ STEINSKIPI YFIR ATLANTSHAF
17
styrktarstoðir. Litlar eða engar
líkur eru til, að leki geti komið
að þeim, því að á skrokknum
eru engin samskeyti eða göt
fyrir hnoðnagla. (Steinskip,sem
siglt hefir með Kyrrahafs-
ströndinni í 22 ár hefir aldrei
þurft að nota dælurnar).
Einn meginkosturinn við skip
sömu tegundar og Lektron, og
sá sem mestu veldur um það,
hve þau eru hraðskreið, er hin
litla nuningsmótstaða skips-
skrokksins, en hún er 27 %
minni en venjulegra skipa. Veld-
ur þar mest um, að yfirborðið
er alveg slétt, engin plötusam-
skeyti eða hnoðnaglar.
Enginn kjölur er á þessum
skipum og dregur það enn úr
núningsmótstöðu skrokksins, og
veldur því, að straumkast í
kringum skipið verður nálega
ekkert. Vegna þess hve þau eru
löng og þyngdarpunkturinn
liggur djúpt, eru þau sérlega
stöðug í sjó.
„Lektron yrði ekki meira
fyrir því að lenda í fellibyl, en
hraustum fiski,“ segir Hayes.
„Það er ómögulegt að hvolfa
honum, hann klýfur öldurnar
eins og risavaxinn höfrungur."
Hayes bindur miklar vonir
við þessi steinskip sín og telur,
að þau muni valda byltingu á
sviði samgangna eftir styrjöld-
ina. Hugmynd sinni um hafskip
af þessari tegund lýsir hann á
eftirfarandi hátt:
„Með því að notast við þá
reynslu, sem fengizt hefir við
byggingu Lektrons, gætum við
búið til farþegaskip úr stein-
steypu, sem hefði jafnstórar afl-
vélar og gæti flutt jafn marga
farþega og „Queen Mary“, en
hefði 80 sjómílna ganghraða.
Fara mætti frá New York til
Liverpool á 42 klukkustundum.
Byggingarkostnaðurinn yrði
þrefalt minni en kostnaðurinn
við „Queen Mary“ og efni og
vinna tífalt minna. Af því að
það yrði svo miklu hraðskreið-
ara, gæti það farið helmingi
fleiri ferðir og flutt helmingi
fleiri farþega en „Queen Mary“,
á jafnskömmum tíma. Hægt
væri að búa það öllum þeim
þægindum og munaði, sem nú
þekkist á skemmtiskipum, svo
sem danssölum, veitingasölum,
sundlaugum og fleiru. Það
mundi fylhlega geta staðizt
samkeppni við farþegaflugvél-
ar, vegna þess hve það hefir
mikil þægindi upp á að bjóða,
og af því að veður geta aldrei
hamlað ferðum þess.“