Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 61
BLÓÐRANNSÖKNIR
59
á leiðinni út í vöðvana, þar sem
hann tekur sér varanlega ból-
festu. I sumum héruðum Afríku
er þunnvaxið sníkjudýr með bif-
hala, sem nefnist trypahocoma
og veldur algengri tegund af
svefnsýki. Má finna sníkjudýr
þetta með blóðrannsókn.
Af því að blóðgjafir eru nú
orðnar alltíðar, er það alkunna,
að allt blóð er ekki sömu teg-
undar. Því er skipt í f jóra aðal-
flokka, sem nefndir eru eftir
bókstöfum. Flokkunin ákvarð-
ast af svörun rauðu blóðkorn-
anna við ákveðin skilyrði. En
áður en blóðgjöfin fer fram, er
ekki nóg að sannreyna, að blóð-
gefandinn sé í sama blóðflokki
og sjúklingurinn, heldur verður
að blanda blóði þeirra saman
fyrst, til að vita, hvort blóð gef-
andans samþýðist blóði sjúk-
lingsins. Áður en þessi öryggis-
ráðstöfun var tekin upp, ollu
blóðgjafir stundum dauða, af
því að blóðið samlagaðist ekki
— blóðkornin límdust saman.
I rauðu blóðkornunum er
járn-samband, sem er mjög
„næmt“. Það sameinast súr-
efninu, þegar blóðið fer í gegn-
um lungun og gefur það frá sér
aftur á ferð sinni um líkamann,
eftir þörfum líkamsvefjanna.
Hefirðu nokkurn tíma gert þér
grein fyrir, hvers vegna þú and-
ar örar, þegar þú hleypur en
þegar þú gengur hægt? Líkam-
inn þarfnast meiri orku við
aukna áreynslu, og þess vegna
þarf hann meira súrefni til að
geta brennt eldsneytinu, sem
gefur orkuna, en meira súrefni
fær hann aðeins með auknu
blóðrennsli. En til þess að auk-
ið blóðrennsli komi að gagni,
þurfa ferjurnar (rauðu blóð-
kornin), sem flytja járn-sam-
bandið, að vera nógu margar.
Fólk, sem er blóðlítið (fátækt
af rauðum blóðkornum) ör-
magnast fljótt við líkamlega
áreynslu. Aðferð til að telja
nákvæmlega fjölda rauðu blóð-
kornanna í blóðinu hefir lengi
verið kunn.
Hvítu blóðkornin eru sorp-
hreinsarar líkamans. Þau eru á
ferli í blóðinu, í leit að bakterí-
um á strjálingi. Gerum ráð fyr-
ir, að þú skerir þig í fingur og
sýklar komizt inn í sárið. Ein-
hvers staðar er gefið hættu-
merki, og liðsauki — fylking
hvítra blóðkorna — er sendur
á vettvang. Þau nema staðar
við sárið og leggja til orustu.
Ef þú athugaðir gröftinn, sem
myndast í sárinu, í smásjá,
8»