Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 93
ÞRÖUN SKYNFÆRANNA
91
spendýranna og spendýrunum
til mannsins. Það er í raun og
veru sáralítil breyting, sem á
hefir orðið, síðan við syntum
um djúp hafsins með miklu
sporðakasti! Fiskarnir sjá eins
og við Ijósið með tveim augum,
heyra ákveðna tóna og finna
bragð, og eru algerlega blindir
og daufir fyrir óteljandi tegund-
um geisla, bylgja og krafta, sem
fylla alheiminn.
Ljósið er ekki annað en raf-
segulbylgjur, ákveðinnar lengd-
ar, og það eru til ótal aðrar
ósýnilegar bylgjur, innrauðar
o g útfjólubláar bylgjur, út-
varpsbylgjur, röntgen-geislar,
geimgeislar, og hvað það allt
heitir. Hvers vegna geta hvorki
dýrin né við mennimir séð
þessa geisla? Ástæðan er ofur
einföld. Við höfum lagað okkur
eftir aðal-orkugjafa okkar, sól-
inni. Að vísu sendir sólin frá sér
aðra, ósýnilega geisla, en hlut-
fallslega miklu minna. Ef sólin
væri eins heit og sumar hinna
hvítu stjama, myndi hún geisla
frá sér meira af útfjólubláum
geislum, en sýnilegum ljósgeisl-
um, og lífið á jörðinni myndi þá
sennilega hafa lagað sig eftir
hinum breyttu aðstæðum. Við
myndum þá ekki geta séð rautt
og gult ljós, en myndum aftur
á móti sjá hina útf jólubláu liti,
sem nú em ósýnilegir.
Skilningarvitin gefa oss þann-
ig engan veginn rétta mynd af
alheiminum, þau tjá okkur að-
eins það, sem er lífsnauðsynlegt.
Þetta er ástæðan til, að engin
dýr hafa skynfæri, sem skynja
rafmagn og segulmagn. Alls
staðar í dýraríkinu finnum við
aðeins mismunandi afbrigði af
sömu skilningarvitunum. Að
vísu geta þessi afbrigði verið
býsna ólík hvert öðru. Það er
til dæmis alls ekki sjálfsagður
hlutur, að við höfum eyrun og
augun í höfðinu, en ekki ein-
hverjum öðmm líkamshluta.
Sumir ormar hafa augun í aft-
urendanum, eða á þreifiöngum.
Dæmi em jafnvel um dýr, sem
sjá með öllum líkamanum! Sú
sjón er að vísu ekki þannig, að
þau sjái hluti, heldur þannig,
að þau skynja ljós á sama hátt
og við skynjum þrýsting eða
hita með skynfrumunum, sem
dreifðar em víðsvegar um húð-
ina. Það eru aðeins fuglarnir og
hin æðri spendýr, sem gædd era
skarpri sjón eins og við.
Þessi hæfileiki er að þakka mjög
fíngerðri skiptingu nethimnunn-
ar í örsmáar skynframur.