Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 106
Í04
ÚRVAL
•AJIt í einu var dyratjöldunum
lyft frá og inn kom Taki Zenza,-
buro. í fylgd með honum var
vottur hans og þrír sveinar.
Votturinn, eða „kaishaku",
hafði verið valinn með hliðsjón
af leikni í vopnaburði, en það
er mjög mikilsvert atriði.
Því fylgir mikil virðing, en
jafnframt ábyrgð, að vera val-
inn vottur manns, sem fremja.
á hara-kiri. Það er óbærileg
smán, ef honum tekst ekki að
leysa hlutverk sitt af hendi.
Hægt og virðulega nálgaðist
Taki Zenzaburo pallinn, og
hneigði sig djúpt, fyrst fyrir
löndum sínum og síðan fyrir út-
lendingunum.
Framkoma hans var róleg og
virðuleg. Hann líktist ekki
manni, sem leiddur er á högg-
stokk. Þvert á móti, hér var á
ferðinni japanskur Samuray,
sem leysa átti af hendi hátíð-
legt skylduverk að skipun keis-
ara síns.
Með frábærri rósemi og virðu-
leik gekk hinn dauðadæmdi
maður upp á pallimi og kraup
tvisvar frammi fyrir altarinu.
Því næst sneri hann sér við, lét
fallast á kné, hvíldi tærnar á
pallinum og settist á hælana, en
slík stelling er tákn virðingar.
Við hlið honum, en ögn að baki,
kraup kaishaku-inn, með slíðrað
sverð við hlið.
Einn sveinanna gekk fram.
Hann bar lítinn, gljáfægðan tré-
stall, sem á hvíldi langur, hár-
beittur rýtingur, vafinn í papp-
ír. Sveinninn hneigði sig og
rétti fram stallinn. Zenzaburo
tók rýtinginn með báðum hönd-
um og bar hann lotningarfullur
upp að enni sér. Því næst lét
hann hendurnar síga hægt nið-
ur aftur og lagði rýtinginn á
gólfið fyrir framan sig. Að svo
búnu hneigði hann sig enn einu
sinni, sneri sér að þeim, sem
viðstaddir voru og ávarpaði þá
rólegri röddu:
„Ég einn, og enginn annar,
gaf í leyfisleysi skipun um það
að skjóta á útlendingana í Kobe,
og sldpun um að skjóta á þá
aftur, þegar þeir reyndu að
flýja. Fyrir þennan glæp risti
ég mig á kvið, og bið yður, sem
hér eruð viðstaddir, að gera
mér þann heiður að vera vottar
að athöfninni."
Hann hneigði sig enn einu
sinni og smeygði skikkjunni
aftur af herðum sér með snöggu
viðbragði og var hann þá nak-
inn niður á lendar. Meðan þessu
fór fram sat hann á hælum sér