Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 20
Frceðsla í kynferðismálum.
IJr bókinni „The Physiology of Sex“,
eftir Kenneth Walker, prófessor.
A LLIR, sem hugsa af alvöru
** um vandamál kynferðislífs-
ins, gera sér ljóst, hve þýðing-
armikið það er, að börnin verði
aðnjótandi heilbrigðrar fræðslu
í þessum efnum. Því miður
verður reyndin þó oft sú, að
foreldrar, sem sjálfir hafa
meira eða minna sjúklega af-
stöðu til kynferðislífsins, eiga
oft sök á þeim erfiðleikum, sem
böm þeirra mæta síðar í lífinu.
Börn em ennþá alin upp í dul
um atriði, sem em snar þáttur
í lífi þeirra, eða það sem verra
er, þau tileinka sér óheilbrigða
afstöðu hins fullorðna fólks,
sem þau umgangast.
Það hefir svo mikið verið
skrifað um nauðsynina á sér-
stakri fræðslu bama í kyn-
ferðismálum, að flestir foreldr-
ar gera sér nú orðið ljóst, að
hina gömlu leynd og pukur um
þessi mál verður að rjúfa, og
einhver fræðsla að koma í
staðinn. Því er það, að þegar
barnið hefir náð vissum aldri,
tekur annað foreldrið rögg á
sig í þeim tilgangi að fræða
barnið um „lögmál lífsins".
Fræðslan er oftast vandræða-
leg og fumkennd, og stundum
er erfitt að segja, hvort er
vandræðalegra, foreldrið eða
bamið. En þetta verður að ger-
ast, og eftir mikla andlega
áreynslu er því lokið, báðum
aðilum til mikils léttis. Barnið
hefir hlotið kynferðisfræðslu
sína, og hið fyrra vanasamband
þess við foreldrið aftur komið á.
Þetta er einmitt lýsing á því,
hvernig fræðsla í kynferðismál-
um á e k k i að fara fram.
Samtal af þessu tagi lætur eftir
í huga unglingsins þá hugmynd,
að kynferðismálin séu eitthvað,
sem halda eigi alveg út af fyrir
sig, vandlega geymdu, að þau
séu dularfullur og hættulegur
vemleiki, sem ekki sé hægt að
tala um eins og önnur mál.
Sannleikurinn er hins vegar sá„