Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 85
SKIPBROT Á GRÆNLANDSJÖKLI
83
ir nógu þurrir, til þess að hægt
væri að kveikja í þeim. Við rif-
um hluta þeirra niður í ræmur.
Eldsneytið var farið að minnka
í kveikjara Daves og neistaði
oft, áður en kviknaði á honum.
En þegar það tókst, kviknaði
strax í jökkunum og þeir
brunnu glatt.
Jafnskjótt og eldurinn var
húinn að ná góðum tökum, var
fjölda flugelda skotið frá skip-
inu og blikljós þess sagði okkur
að halda suður á bóginn, þar
sem menn mundu verða sendir
á land.
Við rákum upp gleðióp, klöpp-
uðum hver öðrum á bakið. Nú
leið okkur ágætlega. Það var
hjart af tungli þessa nótt, svo
að við sneiddum fram hjá
sprungunum og fylgdum síðan
jökulröndinni.
Sex klukkusundum síðar hitt-
um við flokkinn, sem hafði ver-
ið sendur til strandar eftir okk-
ur, og þegar um borð var kom-
ið, var okkur tekið eins og ný-
fæddum börnum. Skipstjórinn
sagði okkur, að hann hefði ver-
ið búinn að telja okkur af, þeg-
ar við kveiktum eldinn.
Ég hélt, að við hefðum verið
með réttu ráði allan tírnann, en
skipslæknirinn sagði okkur, að
við hefðum verið að því komn-
ir að missa vitið, hefðum vafa-
laust orðið brjálaðir eftir einn
eða tvo daga, ef okkur hefði
ekki verið bjargað.
Það, sem honum þótti merki-
legast, var að við skyldum að-
eins hafa sofið tvær klukku-
stundir. Hann gaf okkur svefn-
lyf, en jafnvel meðan ég var í
sjúkraklefa skipsins gat ég ekki
sofið nema eina klukkustund í
einu. Þegar ég vaknaði, sá ég
jafnan, að Dave og A1 voru líka
vakandi, reykjandi og rabbandi
eins og í flugvélinni forðum.
Þannig hefir þetta verið æ
síðan. Hvorugur okkur Daves
hefir getað sofið meira en eina
klukkustund í einu. Ég veit ekki,
hvernig það er með Al, en ég
þori að veðja, að hann hrekkur
upp um miðjar nætur, skjálf-
andi af kulda, dauðhræddur um
að hann sé enn á jöklinum.“
Ég spurði þá, hvað hefði vald-
ið því, að þeir létu ekki hugfall-
ast. Hvorki Weaver né Goodlet
svaraði strax. Svo sagðiWeaver:
„Dave á konu og dóttur. A1
hafði áhyggjur af móður sinni,
sem býr ein í Winnipeg. Ég á
konu. Skiljið þér við hvað ég á?
Við höfðum eitthvað til að lifa
fyrir.“