Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 13
HEIMKOMAN
11
ur var. Eftir tveggja eða
þriggja ára dvöl í sandinum,
gátu hermennimir barizt og
sofið í sandbyl, en ekki matast,
því að sandurinn þekur allt,
sem maður leggur sér til munns.
Það var ómögulegt að tyggja
fæðuua; það varð að gleypa
hana ótuggna og fá magakveisu
í eftirmat. Eftir þriggja daga
storm, voru menn orðnir mátt-
farnir af hungri, því að enginn
— jafnvel ekki hin mesta hetja
— getur hfað á eintómum sandi.
Maturinn var aldrei nægur.
Því hraðar, sem her sækir fram,
þeim mun knappara er fæðið.
Áttundi herinn lifði mánuðum
saman á takmörkuðum matar-
skammti — niðursoðnu nauta-
kjöti, steiktu að morgni, köldu
um hádegið og brösuðu að
kvöídi. Einni ferskjudós var
skipt milli tólf manna sem eftir-
mat, og að auki fengu allir vita-
míntöflur til þess að koma í veg
fyrir skyrbjúg. Nýtt kjöt var
stundum fáanlegt og var
skammturinn af því 85 grömm
á mann. I staðinn fyrir hið leiði-
gjama kex og smjörlíki þrisvar
sinnum á dag, fengum við stund-
um, ef til vill einu sinni í viku,
hveitibrauð, sem var svo fullt
af dauðum möl, að það líktist
rúsínubúðingi. Það, sem hægt
var að fá keypt af matvælum
af íbúunum á hernaðarsvæðinu,
var ekki öruggt til neyzlu fyrir
herinn, því að þarna um slóðir
er til siðs að nota mannasaur
fyrir áburð.
Allt árið, sem ég var með
áttunda hernum, var ég sífellt
svangur, nema þegar matar-
böggul kom að heiman, og þá
varð ég veikur af ofáti. Við
reyndum að koma okkur í
mjúkinn hjá matsveinunum,
líkt og húsmæðurnar heima
reyna að vinna hylli slátrar-
anna. Kvöldverður var alltaf
framreiddur klukkan fjögur
eða hálf fimm, svo að allir eld-
ar væru slokknaðir um sólar-
lag, og klukkan níu voru menn-
irnir orðnir svo svangir, að það
varð að setja vörð um matar-
vagninn, svo að þeir stælu sér
ekki ostdós eða bita af mygl-
uðu brauði.
Þó var enn minna um vatn en
mat. Brunnur í sandauðninni er
hemaðarlega þýðingarmikill, og
hörfandi her verður að eyði-
leggja vatnsbólin jafn vandlega
og brýr og byggingar. Eftir að
vatnsbólin í Lybíu höfðu verið
á valdi beggja herjanna á víxl
og það margsinnis, von.1 þau
2*