Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 120
118
tJRVAL
En þrem mánuðum eftir að
sagan kom út, var ekki eins
glæsilegt um að litast. Bókin
seldist að vísu vel, en auglýs-
ingakostnaðurinn ætlaði allt um
koll að keyra. Hann vantaði
50.000 krónur uppá að geta
losnað úr þessu fyrirtæki án
þess að hafa eyri sjálfur í aðra
hönd, og upp var komið vanda-
mál viðvíkjandi verðlaununum.
Svör og ráðningar bárust þús-
undum saman, sumar réttar, og
margir höfðu gerzt óþolinmóðir
og vildu stimpla ,,Tallis“-forlag-
ið sem svindilstofnun. Reiðir
lesendur tóku að skrifa „Daily
Mail“, og útgefandinn, Alfred
Harmsworth (Síðar North-
cliffe lávarður), óttaðist, að
blettur félli á nafn blaðsins.
Tók hann að sér að greiða
Wallace 25.000 krónur upp í
kaup hans, og bjargaði það
fyrirtækinu yfir vandræðatím-
ann og Edgar frá gjaldþroti.
Hann stóðst þennan álits-
hnekki hjá blaðinu, en tæpu ári
síðar lenti hann þar í öðrum
vandræðum. Hann hafði látið
undir höfuð leggjast að leita
sér staðfestingar á atriði í frétt,
sem hann skrifaði, og lenti blað-
ið af þeirri orsök í kostnaðar-
sömu meiðyrðamáli. Þess má
geta, að alla sína fréttamanns-
tíð hafði Edgar sýnt litla þolin-
mæði í því að leita sér stað-
festingar á einstökum atriðum,,
og sýndi með því, að honum var
sýnna um að hagræða veruleik-
anum eins og honum þótti bezt
sjálfum, en að skýra samvizku-
samlega frá staðreyndunum.
Harmsworth komst þá að þeirri
niðurstöðu, að „Mail“ gæti hæg-
lega án hins ágæta en kostn-
aðarsama penna Edgars verið.
Öðru sinni hafði fótum verið
kipp undan honum. En hitt var
verra, að það barst fljótt út
meðal blaðstjóranna í Fleet
Street, að Edgar Wallace væri
hættulega óáreiðanlegur frétta-
maður, og fann hann brátt sér
til mikillar skelfingar, að honum
voru allar dyr í aðalstræti blaða-
mennskunnar lokaðar.
Hann varð æ dapurri í bragði,
þegar hver mánuðurinn af öðr-
um leið svo, að hann fékk enga
von um fasta vinnu, en á skrif-
borði hans hrúguðust upp grein-
ar, sem honum höfðu verið
endursendar. Verra var það, að
samkomulagið versnaði við
konuna. Hún vænti sér barns,
og var hún af þeim orsökum
oft fljót að tárast, ef eitthvað