Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
bakka, og þar hefir kvenmink-
nrinn bæli sitt og fæðir þar
unga sína. Minkurinn er ekki
grafdýr að eðlisfari, en hann
stækkar holur, sem hann rekst
á í fljótsbakkanum. Ef til vill
hefir bjór grafið holuna í fyrstu,
og þó að hann hafist við í henni,
þegar kvenminkinn ber þar að,
lætur hún það ekki á sig fá.
Minkurinn læðist hljóðlega inn
i holuna; hann er svo loðinn á
fótunum, að fótatakið heyrist
ekki. Hann stekkur eins og eld-
iiig á bráð sína. Það heyrist
Stutt urr og skrækur, þegar
hann læsir kjaftinum um háls
bjórsins. Minkar drepa ekki að
ástæðulausu, heldur aðeins til
þess að afla sér bjargar eða af
annari nauðsyn. En minkar
drepa örugglega, skyndilega og
af mikilli heift.
: Urn fjörutíu dögum eftir æxl-
unina, fæðir kvenminkurinn
fimm eða sex unga í holunni,
sem hann hefir klætt innan
grasi og laufi til þess að hún
sé hlýrri. Ungarnir eru blindir
og hárlausir, ljósrauðir á lit og
gersamlega hjálparvana. Móðir-
in er stöðugt hjá þeim og lætur
þá sjúga í fimm vikur. Karl-
minkurinn veitir enga aðstoð
og dregur ekkert í búið. Hann
er fyrir löngu fluttur í sína
holu — (ef til vill í eina af
mörgum, því að minkar hafa
oftast margar holur) — og
farinn að stunda veiðar einn
síns liðs. Minkar fara oftast
einförum, eins og áður hefir
verið sagt.
Eftir fimm vikur fara ung-
arnir að sjá og eru þá orðnir
kafloðnir. Það er ekki vandséð,
að þeim kippir í kynið. Þegar
þeir hætta að drekka móður-
mjólkina, byrja þeir umsvifa-
laust að éta kjöt, og svo virðist
sem þeir breytist í einu vetfangi
úr hjálparvana ungum í villidýr,
sem gægjast varlega út úr hol-
um sínum og finna þefinn af
læknum, fiskinum og froskun-
um. Þeir veita móður sinni at-
hygli, þegar hún fer á veiðar,
til þess að afla þeim matar. Von
bráðar fara þeir að elta hana
og læra hina eðlilegu lexíu
stælingarinnar.
Á landi getur minkurinn veitt
mörg dýr. Það er auðvelt fyrir
hann að hremma frosk. Mink-
urinn læðist hægt og hljóðlega
um sefið, stekkur skyndilega,
og bítur hinn silalega og
heimska frosk á barkann. Hann
á auðvelt með að hlaupa haga-