Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
með. Þannig er þetta orðinn
vítahringur.
Á hverjum degi fleyja hinar
svokölluðu menningarþjóðir
óhemju miklu af sorpi í ár, vötn
og sjó. Reiknað hefir verið út,
að í Evrópu og Bandaríkjunum
sé á hverju ári fleygt í sjóinn
3 til 5 þúsund smálestum af
köfnunarefni, 1 til 2 þúsund
smálestum af kalí og 300 til
1000 smálestum af fosfór á
hverja milljón fullorðinna
manna.
Prófessor F. H. King segir:
Maðurinn er mesta eyðslukló,
sem lifað hefir á jörðinni. Hann
fer með eyðandi hendi yfir allt,
sem hann nær til, og sjálfur er
hann ekki undanskilinn. Síðasta
kynslóð hefir sópað í sjóinn frjó-
magni, sem gróður jarðar var
margar aldir að safna, frjó-
magni, sem er frumskilyrði alls
lífs.
Það er augljóst, hver lausn-
in er á þessu mikla vandamáli.
Allan úrgang, allt sorp á að
nota sem áburð. Vinnsla slíks
áburðar er nú þegar hafinn í
smáum stíl í Englandi (sjá grein
í síðasta hefti Úrvals: Áburður
úr sorpi), en betur má ef duga
skal. Rányrkjan, sem því miður
hefir reynst dyggur fylgifiskur
menningarinnar, verður að
hætta, þessi dulbúna rányrkja,
sem hægt, en látlaust rænir
jarðveginn lífefnum sínum, en
lætur honum í staðinn í té líf-
vana gerfiefni, í formi tilbúins
áburðar.
j.istiu og: íífið.
Erich Maria Remarque, höfundur bókarinnar „Tíðindalaust á
vesturvígstöðvunum", var spurður að því, hvort hann hefði skrif-
að bókina eftir dagbók. „Nei,“ svaraði Remarque, „ég hélt enga
dagbók. Ég skrifaði hana tíu árum eftir stríðið. Ég skrifaði þessa
bók um ógnir styrjaldarinnar, á fimm vikum á kyrrlátu sveita-
setri um haust meðan blómin voru í fullum skrúða.“
„Skrifuðuð þér þá ekkert á meðan stríðið stóð yfir, á meðan
þér upplifðuð sjálfur ógnir styrjaldarinnar ? “
„Jú,“ sagði Remarque, „þá orti ég ljóð — um blóm.“
r-r Leonard Lyons.