Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 33
Sænski hugritsmaðurinn, sem fann upp
sjálfvirka vitaljóskerið, en auðnaðist
aldrei að sjá það sjáfum.
Brennið þið vitar".
Grein úr „Science News Letters",
eftir Erik Wástberg'.
CKIPSTJÓRINN, sem siglir
skipi sínu um þröng og
hættuleg sund; flugmaðurinn á
flugi að næturlagi; logsuðu-
maðurinn, sem vinnur með log-
suðutæki sínu; — allir þessir
menn standa í þakkarskuld við
mann, er þeir tæpast hafa heyrt
getið, en sem hefir skapað þeim
stóraukið öryggi í starfi þeirra.
Það er hinn sænski hugvits-
maður Gústaf Dalén.
Gústaf Dalén var sænskur
bóndi, sem hlaut Nóbelsverð-
laun og heimsfrægð vegna hins
ástríðufulla áhuga, er hann
hafði fyrir öllu vélrænu. Hann
var einn mesti hugvitsmaður,
sem uppi hefir verið, og ailar
uppgötvanir hans voru til að
bjarga mannslífum.
Þegar Thomas Edison heyrði
um snjöllustu uppfinningu Dal-
éns — sólrofann, sem kveikir
sjálfkrafa á vitaljósunum, þeg-
ar dimmir, og slekkur á þeim
í birtingu, sagði hann: „Hann
verður aldrei nothæfur," og
þýzka einkaleyfisskrifstofan lét
í ljós mjög svipaða skoðun.
En hann varð nothæfur. Hinir
sjálfvirku sólrofar Daléns eru
nú dreifðir um allar hafnir og
hafnleysur heimsins. í Banda-
ríkjunum einum eru yfir 5000
af þeim aðeins í vitum, og mörg
þúsund í viðbót eru í notkun á
flugvöllum og flugleiðum. Auk
þess höfðu tilraunir hans á
þessu sviði þær afleiðingar, að
hann fann upp örugga leið til að
geyma karbíd-gas við háan
þrýsting á hylkjum, en það er
mikið notað við logsuðu.
Duttlungar örlaganna höguðu
því samt þannig, að maðurinn,
sem kveikti ljós um allar strend-
ur úthafanna, fékk aldrei að sjá
þau sjálfur. Um líkt leyti og
honum hlotnaðist heimsfrægð
og auðæfi, missti hann sjónina
af vðldum sprengingar. Þótt