Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 32
30
TJRVAL
ótvíræðan svip hetjunnar, sem
hefir verið ofsótt, hert og mót-
uð í áratuga látlausri baráttu.
Bylgjufaldur þessarar bylting-
ar hefir nú borið hann þangað,
sem reynt mun til hins ýtrasta
á stjórnarhæfileika hans. Sú
raun mun skera úr um það,
hvort hann hlýtur sess í sögunni
sem stórbrotinn, skapandi bylt-
ingarleiðtogi, eða hans verður
aðeins getið sem þjóðsagna-
kenndrar uppreisnarhetju og
skæruliðsforingja.
co 9 <v>
Sjálfsálit.
Betty litla var fimm ára og nýbyrjuð í skólanum. Þegar hún
var búin að vera þrjá daga í skólanum, sagði hún hreikin við
mömmu sína um leið og hún kom heim:
„Mamma, ég er laglegri en allar hinar stelpumar í skólanum."
„Hvað ertu að segja, bam!“ hrópaði móðir hennar. „Hver
sagði þér þetta?"
„Enginn," anzaði Betty hiklaust, „en ég er búin að athuga
allar hinar stelpurnar. — Answers.
Þegar „Rigoletto“ var frumsýnd.
Siðustu æviár sín naut Verdi svo mikilla vinsælda, að ekki var
fyrr byrjað að halda æfingar á nýjum óperum eftir hann, en
allir borgarbúar voru farnir að raula helztu aríurnar úr þeim.
Tónskáldinu gramdist þetta og hét því loksins, að í næstu ópem
skyldi vera aría, sem enginn fengi að heyra fyrr en á frum-
sýningunni.
Svo kom frumsýningin. Fyrstu tveir þættirnir vöktu mikinn
fögnuð. I upphafi þriðja þáttar settist Verdi við píanóið — með
handritið af aríunni í höndunum — og fór að spila. Þegar hann
hafði leikið sjö eða átta takta af laginu, reis hann upp og gaf
áheyrendum — með allri hæversku — langt nef, og hélt svo
áfram að leika.
Því næst var tjaldið dregið frá og tenórsöngvarinn, sem aðeins
hafði æft aríuna í þrjátíu minútur áður en hann kom inn á sviðið,
söng ariuna við stjórnlausa hrifningu áheyrenda. Það var „La
Donna E Mobile," og Verdi samdi hana einni klukkustund áður
en þessi fmmsýning á „Rigoletto" fór fram.
— Chester Morrison Jr.