Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
ist ætla að láta Hollinan fá
vinnu á búgarðinum sínum.“
Húsfreyjan var sárgröm.
„Þau voru full,“ sagði hún,
,,en manninum í skrautbílnum
virtist standa á sama um það.
Hann var líka fullur — meira
að segja fyllri en þau. Hann var
alltaf að klappa þeim á bakið.
Og þegar þau voru komin inn í
bílinn skellihlógu þau og enda-
veltust hvert um annað, og frú
Hollinan, þetta ræfils-kvendi,
ýtti niður bílrúðunni og gaf mér
langt nef.“
Konan skýrði mér frá nafni
og heimilisfangi velgerðar-
mannsins. Ég fór aftur til rit-
stjórnarskrifstofunnar og skrif-
aði öllu því fólki, sem sent hafði
Hollinan-hjónunum peninga. Ég
endursendi peningana og skýrði
frá því, að hr. Hollinan hefði
fengið atvinnu og afþakkaði að-
stoðina.
Ég gleymdi Hollianhjónunum
þar til um jólin árið eftir. Þá
mundi ég allt í einu eftir atburð-
inum og fór að hugsa um þau.
Ég fór að hugsa um, hvort mað-
urinn 4 skrautlega bílnum hefði
útvegað Hollinan atvinnu, og
hvort honum hefði farnast vel.
Á aðfangadagskvöld ákvað ég
að hafa uppi á þeim og óska
þeim gleðilegra jóla og nýárs.
Ég leitaði í gömlum minnis-
blöðum í skrifborðsskúffunni
minni og fann loks nafn og
heimilisfang velgerðamannsins.
Þegar ég var búinn að fá að
vita um símanúmerið, hringdi
ég til hans. Hann kom sjálfur
í símann. Ég sagði honum, að
ég væri fréttaritarinn, sem
skrifað hafði greinina um hell-
isbúana, er hann hafði tekið að
sér um síðustu jól. Ég bað hann
um að ná í Hollinan í símann,
en þá tók hann fram í fyrir mér.
„Hafið þér séð þau nýverið?"
spurði hann upp úr þurru. Mál-
færið var þvöglulegt.
„Nei,“ svarið ég. „Búa þau
ekki hjá yður?“
„Mig langar sannarlega til
að hitta þau,“ sagði hann. „Ef
satt skal segja, þá var ég ein-
mitt að hugsa um þau. Ég sat
hérna einn við arininn og var
að fá mér svolitla hressingu, og
ég var að hugsa um, hvað mig
langaði mikið til að hitta þau.
Ég var vanur að fá mér glas á
kvöldin með Hollinan gamla.
Hann var góður félagi, og það
var gamla frúin líka. Hann var
nú skrítinn fugl.“ Hann þagn-
aði.
„Hvað kom fyrir?“ spurði ég.