Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 6
4
tJRVAL
Ártún, fimm kílómetra fyrir
austan Reykjavík, steig Bein-
teinn af baki, og þeir lögðu
hnakk gestsins á dróg hans,
kvöddust síðan með kossi, eins
og siður er.
— Heyrðu, Beinteinn, sagði
fræbúðingurinn, þegar þeir
höfðu kvaðst. — Ekki vænti ég,
að það sé hægt að slá þig um
tíkall? Ég skal senda þér hann
aftur með póstinum.
Ekkert var velkomnara. Bein-
teinn krækti loknælunni úr op-
inu á brjóstvasa sínum og tók
upp þaðan budduna sína, sem
var vafin innan í þrjá hvíta
vasaklúta, og upp úr buddunni
tíu krónur og fékk fræbúðíngn-
um. Eftir það skildu þeir.
Það liðu tólf mánuðir, og tólf
sinnum kom pósturinn, en ekk-
ert kom frá fræbúðíngnum. En
Beinteinn hafði aldrei vitað, að
skuldir væru látnar ógoldnar,
Og slíkt stríddi á móti samvizku
hans, svo hann hélt, að fræbúð-
íngurinn væri dáinn. En tveim
árum síðar fór hann til Reykja-
víkur á gufuskipinu og frétti þá,
að fræbúðíngurinn væri alls
ekki dáinn, heldur hefði hann
sett upp tilraunabú með ný-
tízkuaðferðum á Kjalarnes-
inu. Aumíngja maðurinn að
hafa gleymt að borga skuld
sína, hugsaði Beinteinn og tók
þetta svo sárt, að hann lagði af
stað fótgangandi upp á Kjalar-
nes í slagviðri mesta um haust-
ið. Tilraunabúið var samsett af
einu fressi, einni konu og þrem-
ur stólum með amerísku lagi.
Þær gleymdust einhvem veginn,
þessar smákrónur þarna um ár-
ið, sagði Beinteinn; það gerði
svo sem. ekkert til, en . . .
— Það bar vel í veiði, því ég
keypti einmitt fimm hundruð
lömb í morgun, sagði fræbúð-
íngurinn, smalaði, rak að og
fékk Beinteini síðgotúngs-
kreistu eina upp í skuldina.
Beinteinn bað afsökunar á, að
hann skyldi hafa verið að minn-
ast á þetta lítilræði, þakkaði
fyrir sig, kvaddi og lagði af
stað til Reykjavíkur með lamb-
ið á herðunum. En það var tek-
ið að kvölda, fruntaveður, en
haustnóttin dimm, og því tók
Beinteinn það ráð að nátta sig
á fyrsta höfðíngjasetri, sem
hann bar að. En um morguninn,
þegar hann vaknaði, mundi hann
allt í einu eftir því, að hann
hafði gleymt lambinu í túnfæt-
inum kvöldið áður. En þetta
olli honum einskis óróleika;
hann galt fyrir næturgreiðann