Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 6

Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 6
4 tJRVAL Ártún, fimm kílómetra fyrir austan Reykjavík, steig Bein- teinn af baki, og þeir lögðu hnakk gestsins á dróg hans, kvöddust síðan með kossi, eins og siður er. — Heyrðu, Beinteinn, sagði fræbúðingurinn, þegar þeir höfðu kvaðst. — Ekki vænti ég, að það sé hægt að slá þig um tíkall? Ég skal senda þér hann aftur með póstinum. Ekkert var velkomnara. Bein- teinn krækti loknælunni úr op- inu á brjóstvasa sínum og tók upp þaðan budduna sína, sem var vafin innan í þrjá hvíta vasaklúta, og upp úr buddunni tíu krónur og fékk fræbúðíngn- um. Eftir það skildu þeir. Það liðu tólf mánuðir, og tólf sinnum kom pósturinn, en ekk- ert kom frá fræbúðíngnum. En Beinteinn hafði aldrei vitað, að skuldir væru látnar ógoldnar, Og slíkt stríddi á móti samvizku hans, svo hann hélt, að fræbúð- íngurinn væri dáinn. En tveim árum síðar fór hann til Reykja- víkur á gufuskipinu og frétti þá, að fræbúðíngurinn væri alls ekki dáinn, heldur hefði hann sett upp tilraunabú með ný- tízkuaðferðum á Kjalarnes- inu. Aumíngja maðurinn að hafa gleymt að borga skuld sína, hugsaði Beinteinn og tók þetta svo sárt, að hann lagði af stað fótgangandi upp á Kjalar- nes í slagviðri mesta um haust- ið. Tilraunabúið var samsett af einu fressi, einni konu og þrem- ur stólum með amerísku lagi. Þær gleymdust einhvem veginn, þessar smákrónur þarna um ár- ið, sagði Beinteinn; það gerði svo sem. ekkert til, en . . . — Það bar vel í veiði, því ég keypti einmitt fimm hundruð lömb í morgun, sagði fræbúð- íngurinn, smalaði, rak að og fékk Beinteini síðgotúngs- kreistu eina upp í skuldina. Beinteinn bað afsökunar á, að hann skyldi hafa verið að minn- ast á þetta lítilræði, þakkaði fyrir sig, kvaddi og lagði af stað til Reykjavíkur með lamb- ið á herðunum. En það var tek- ið að kvölda, fruntaveður, en haustnóttin dimm, og því tók Beinteinn það ráð að nátta sig á fyrsta höfðíngjasetri, sem hann bar að. En um morguninn, þegar hann vaknaði, mundi hann allt í einu eftir því, að hann hafði gleymt lambinu í túnfæt- inum kvöldið áður. En þetta olli honum einskis óróleika; hann galt fyrir næturgreiðann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.