Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 112
110
tmVAL,
og ekkert virtist blasa við,
annað en eymdin og fátæktin.
Hann kunni ekkert til nokkurs
starfs og gat hvergi vænzt
amiars en lægstu daglauna, þá
sjaldan atvinnu var að fá. Þegar
hann var ekki að vinna, las hann
af kappi bækur úr útlánabóka-
safni, og með stækkandi sjón-
deildarhring komst hann að
þeirri niðurstöðu, að við svo
búið mætti ekki lengur standa,
og ákvað hann nú að ganga í
herinn. Þrátt fyrir fortölur og
bænarstað fóstru sinnar, réðist
hann til sjö ára sem atvinnu-
hermaður í konunglegu her-
deildinni frá Vestur-Kent.
Nýliðanum unga líkaði vel
hermennskan. I fyrsta skipti á
ævi sinni bjó hann við gott mat-
aræði og reglulega vinnu, enda
tók hann að fitna. Að nokkrum
mánuðum liðnum sótti hann urn
að vera fluttur í læknaliðið, þar
sem greiðslan var hærri, og
honum til undrunar var hann
þegar í stað fluttur til aðal-
stöðva læknaliðsins í Aldershot.
Það kom sér vel fyrir Wallace,
því að Aldershot er mjög nálægt
London, og hann hafði fengið
mikla ást á leikhúsum. Tók hann
nú að sækja leikhús af kappi,
og eyddi í það öllum vasapen-
ingum sínum og frítíma. Honum
þótti mjög vænt um hlýjuna,
hljómlistina og einkum unni
hann fjörugum dægurlögum og
söngvum, sem hann var vanur
að blístra í Iestinni á leiðinni
heim. Stöku sinnum samdi hann
vísur við alþekkt dægurlög að
gamni sínu.
Vísur hans féllu í góðan jarð-
veg í hermannaskálanum, og
fékk hann nú þá hugmynd að
spreyta sig á því að semja vísur
handa eftirlætis gamanleikara
sínum, Arthur Roberts. Honum
til mikillar furðu voru vísur
hans teknar til meðferðar, og
ákvað hann að fara til London
til að heyra þær sungnar í
fyrsta skipti. Þá var honum
synjað um leyfi, og myndu
margir, sem minni áhuga höfðu
til brunns að bera, hafa látið
þar við setja. En dátinn Wallace
lét sér ekki til hugar koma að
iáta hafa af sér þessa stoltu
stund. Hann fór sakleysislega
að spásséra fyrir utan herbúð-
imar, síðan vatt hann sér á
jámbrautarstöðina, svo að lítið
bar á, og með því að honum
fannst, að eins vel mætti refsa
sér fyrir mikið afbrot eins og
lítið, þá stóð hann fimm daga