Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 113
EDGAR WALLACE
við í London, þangað til hann
hafð eytt 100 krónum, sem hann
fékk í þóknun fyrir vísurnar.
Þegar heim kom, var hann
dæmdur í fjögurra daga fang-
elsi og þrælkun. En þegar hann
slapp úr haldi, heilsaði yfir-
læknirinn honum með kankvís-
legu brosi, og félagar hans
glottu og létu sér fátt um finn-
ast. Vísur hans voru á allra
vörum.
Nokkrum mánuðum seinna
hækkaði Wallace nokkuð í tign-
inni og frétti sér til mikillar
ánægju, að senda ætti hann til
Suður-Afríku. Þetta gat vel
þýtt, að hann kæmist í vopna-
viðskipti, því að 1896 var uppi
fótur og fit þar suður frá, enda
þótt ófriðurinn brytist ekki út
fyrr en þrem árum síðar. Búar
höfðu fyllzt mikilli andúð gegn
Bretum eftir árás Jamesons.
Ekki þótti honum það góðs
viti, að hann átti að fara á
Simonstown herspítalánn, því
að þar var svo sem ekkert að
gera, annað en að halda spítal-
anum hreinum og sýsla um
meðul og hjúkrunargögn. 1
borginni var fátt til skemmtana,
annað en hóruhús og bjórstofur,
en þó var þarna trúboðsstöð,
sem síra William Caldecott stóð
m
fyrir. í sambandi við hana var
dálítið bókasafn, og þar tók
Dick að eyða frístundum sínum.
Marion hét kona síra Caldecotts.
Var hún væn kona og vel að sér.
Henni leizt þegar í stað vel á
hinn unga, fróðleiksfúsa her-
mann og tók hún að sér að leið-
beina honum um bókaval. Ekki
leið á löngu, áður en hann fór
að sýna henni ritsmíðar sínar.
Þetta var fyrsta menntaða
heimili, sem hann hafði augum
htið, og tók hann að venja
þangað komur sínar.
Ekki leið honum vel í návist
síra Caldecotts. Hann var maður
svo strangur og siðavandur, að
engu líktist meir en spámönnum
gamla testamentisins. Lét hann
sér fátt um heimsóknir her-
mannsins finnast, en þeim mun
meiri vinsælda naut Dick hjáfrú
Marion og dætrum þeirra,ogvar
það einkum Ivy, feimin og hlé-
dræg stúlka, 18 ára að aldri,
sem kunni vel við sig hjá Dick
(eða Edgar, eins og hann var
þá byrjaður að kalla sig). Hún
las kvæði hans, og í hennar
augum var hann hvorki meira
né minna en stórskáld. Ekki
rýrnaði hrifning hennar, þegar
hann tók að selja ritsmíðarsínar
blöðum í Suður-Afríku, og varð