Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 29
Það er margt á huldu um ævi Josip Broz, verkamannsins
frá Króatíu, sem nú gengur undir nat'ninu —
Tito, marskálkur.
Grein úr „Observer".
C7INHVER dularfull þagnar-
hula hvílir yfir ævi og per-
sónuleika Josip Broz, verka-
mannsins frá Króatíu, sem nú
stjómar 200.000 manna upp-
reisnarher í baráttu við Þjóð-
verja og er í bandalagi við Breta
og Rússa sem óháður aðili.
Hann er fimmtíu og þriggja
ára. Milli tvítugs og þrítugs var
hann hermaður, stríðsfangi og
þátttakandi i borgarastyrjöld.
Milli þrítugs og fertugs var
hami byltingarsinni og pólitísk-
ur fangi. Fjórði tugur ævinnar
fór að mestu í spænsku horgara-
styrjöldina, og á sjötta tugnum
hefir hann gerzt einn af áhrifa-
mestu mönnum núverandi
heimsstyrjaldar. Sérhver tíma-
mót í ævi hans hafa verið tíma-
mót í sögu Evrópu.
Josip Broz er fæddur árið
1890, af fátæku fólki í fjalla-
héraðinu Zagreb. Faðir hans
var Króati, en móðir hans tékk-
nesk. Hann ólst upp við vaxandi
óánægju slavnesku þjóðarbrot-
anna í austurríska-ungverska
keisaradæminu. Þegar hann var
sendur sem óbreyttur hermaður
í austurríska hemum til austur-
vígstöðvanna árið 1914, áttu
„óvinirnir“ alla samúð hans, og
árið 1915 strauk hann, ásamt
þúsundum annarra slavneskra
hermanna í austurríska hern-
um, yfir til Rússa. Hann var tvö
ár stríðsfangi í Rússlandi, en í
byltingunni 1917 var hann lát-
inn laus. í þrjú ár barðist hann
með rauða hemum, en árið 1921
hvarf hann heim til ættlands
síns.
Hverjar tilfinninga hans hafa
verið við heimkomuna er aðeins
hægt að dæma af verkum hans.
En það getur naumast verið
fjarri lagi að álykta, að von-
brigði hafi verið ríkust þeirra.
Skoðanir Broz höfðu mótast af
tveirn byltingum, sem gleypt
höfðu öll æskuár hans: Þjóð-
emisbyltingu þjóðabrotanna í
austurríska-ungverska keisara-
dæminu, sem háð var fyrir
4*