Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
Síðan deyf hún penslinum í
terpentínuna og aftur í litina á
litspjaldinu, og nú birtust stór-
ir, sterkir bláir drættir á strig-
anum, sem kveinkaði sér undan
þessu. Þar með var björninn
unninn. Feimni mín hvarf, og ég
greip stærsta pensilinn og réðist
á strigann með berserksgangi.
Síðan hefi ég aldrei óttast strig-
ann.
Það er mikils um vert að
byrja með dirfsku. Ekki er
hægt að búazt við, að meistara-
verkið komi af sjálfu sér. Við
verðum að iáta okkur nægja
skemmtilegan leik með liti.
Dirfskan er hér aðgangsorð.
Ég hallmæli ekki vatnslitum.
En samt er ekkert eins hrífandi
og olíulitir. Fyrst og fremst er
auðveldara að leiðrétta mistök.
Með einu bragði er hægt að
nota hnífinn til að nema burt
árangur erfiðis og tára frá heil-
um morgni, og striginn er betri
eftir en áður. í öðru lagi er hægt
að byrja á hvaða hátt, sem
maður kýs sér. Það er til dæmis
hægt að byrja með veikum og
daufum litum og ráðast síðan í
djarfari liti, þegar hugurinn er
orðinn reiðubúinn. Loks eru
sjálfir htimir skemmtilegir í
meðferð. Hægt er að mála hvem
litinn yfir annan, hægt er að
breyta til í miðju kafi, eftir því
sem tími og veður heimta. Það
er heillandi að bera saman liti
og sjón. Reynið það, ef þér haf-
ið ekki reynt það áður — reyn-
ið það áður en þér deyið.
Þegar að því kemur, að minni
erfiðleikar verða á því að velja
réttan lit og setja hann á rétt-
an hátt á réttan stað, koma
fleiri sjónarmið til greina. Mað-
ur furðar sig á, hversu margt
það er í landslagi, sem áður var
sjónum hulið. Þessi ánægja ljær
nýja yfirsýn yfir náttúruna
hverju sinni. Það eru ótrúlega
margir litir í f jallshlíð, ólíkir að
styrk og Ijósi. Endurspeglun í
polli færir alla liti þess, sem
speglast, en hver litur er vitund
dýpri en sá, sem hann speglar.
Ég varð þess var, að þegar ég
var á skemmtigöngu, tók ég
ósjálfrátt eftir litarhætti og
áferð laufblaða eða hinum
draumkenndu purpuraskuggum
f jallanna, hinni daufgerðu f jar-
sýn sjónhringsins. Ég hafði lif-
að í 40 ár, án þess að ég tæki
eftir þeim á annan hátt en mað-
ur, sem lítur á hóp manna og
segir: ,,En sá sægur af fólki.'1
Ég held að þessi aukna eftir-
tekt með náttúrunni sé unaðs-