Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL,
í raun og veru góður heimur,
þar sem réttlætið sigrar jafnan,
og þar er hið kynferðislega sið-
ferði allra, jafnvel svakalegustu
glæpamanna, í stakasta lagi.
„Það er svo margt í nútíma-
bókmenntum, sem er svo spillt
og rotið, að það veldur mér
líkamlegum viðbjóði", sagði
hann einu sinni. „Þess vegna
geri ég mig ánægðan með að
skrifa sögur, þar sem ekki er
annað Ijótara á ferð en nokkur
sakleysisleg morð“.
Árum saman hafði hann
verið að skrifa leikrit, en aldrei
tekizt að fá leikhússtjóra i
London til að taka þau til sýn-
ingar. Eitt leikrit, sem hann
setti sjálfur á svið á eigin
kostnað, hlaut þann vafasama
heiður, að vera minnst sótta
leikrit leikársins. En loks tókst
honum að semja ágætt og vel
byggt glæpaleikrit. Það hét
„The Ringer“ og var frumsýnt
á Wyndham-leikhúsinu 1. maí
1926. Þrjátíu ár voru þá liðin,
síðan Arthur Roberts söng
gamanvísur hans. Allan þann
tíma hafði hann dreymt um að
verða frægur leikritahöfundur.
Það leiðir því af líkum, að þessi
sigur færði honum meiri ánægju
en flest annað á lífsleiðinni.
„The Ringer“ var leikið í heilt
ár, og upp frá þessu var hann
orðinn viðurkenndur leikrita-
höfundur. Næstu sex árin samdi
hann hvorki meira né minna en
17 leikrit, og tókst meira en
helmingur þeirra mjög vel. Eitt
skipti hafði hann þrjú leikrit í
gangi samtímis í London, og
hélt hann upp á þann atburð
með ríkmannlegri veizlu fyrir
alla leikendurna, á Carlton hó-
telinu.
Árið 1929 ferðaðist Edgar
Wallace til Ameríku, og stóðu
þá bófastríðin sem hæst. Skrapp
hann þá til Chicago til að kynn-
ast glæpamannahópum, sem
voru miklu ægilegri en hið
hroðalegasta í skáldsögum hans.
Hinir gífurlegu glæpir Banda-
ríkjamannanna fengu mjög á
hann, og eyddi hann firnm dög-
um á leiðinni heim í athafna-
litla dagdrauma, sem venjulega
voru undanfari mikilla afkasta.
Þegar hann kom aftur til Lon-
don, sagði hann einkaritara
sínum, að hann hefði tilbúið
nýtt leikrit, sem hann hefði sam-
ið á leiðinni út í ystu æsar.
Hann tók þegar að starfa
að leikriti þessu, sem nefndist
„On the Spot“ (Á staðnum), og
las hann það fyrir svo að segja