Úrval - 01.04.1944, Blaðsíða 107
HARA-KIRI
105.
og nú batt hann ermarnar á
skikkjunni undir hnén. Það var
samkvæmt siðalögmálinu og var
gert til þess að hann félli ekki
aftur á bak. Það er óbærileg
smán fyrir japanskan hefðar-
mann að falla á bakið þegar
hann deyr.
Andartak var allt kyrrt. Svo
laut hinn dæmdi maður áfram
og tók rýtinginn af stallinum.
Allra augu hvíldu á honum, og
tók því enginn eftir því, þegar
kaishaku-inn dró sverðið hægt
úr slíðrum og reis upp á annað
hnéð.
Zenzaburo virti rýtinginn fyr-
ir sér andartak eins og annars
hugar. Svo brá hann honum
snöggt og stakk honum á hol
vinstra megin neðan mittis.
Ósjálfrátt tóku sumir útlend-
inganna viðbragð. Því næst dró
hann rýtinginn hægt þvert í
gegnum kviðarholið, frá vinstri
til hægri, sneri honum í sárinu
og skar stuttan skurð upp á við.
Engin svipbrigði röskuðu
hinni austrænu rósemi í andliti
hans, fyrr en hann laut áfram
til að leggja rýtinginn á stallinn.
Þá var eins og kvalakippur færi
í gegnum hann andartak. Það
var sennilega síðasta skynjun
hans, því að kaishaku-inn hafði
einmitt verið að bíða eftir því
að Zenzaburo hailaði sér áfrarn
til að leggja frá sér rýtinginn.
Hann spratt á fætur, hóf sverð-
ið á loft og sveiflaði því með
ægilegu afli. Það kvað við hlunk-
ur, þegar höfuðið féll niður á
pallinn.
Kaishaku-inn gekk nokkur
skref aftur á bak, hneigði sig
fyrir vitnunum, dró pappírs-
blað úr belti sér, kraup niður,
og tók að þerra blóðið af sverð-
inu með blaðinu. Því næst steig
hann niður af pallinum. Svein-
arnir tóku blóðugan rýtinginrs,
og skyldi haim borinn fyrir
keisarann sem sönnun þess, að
athöfnin hefði farið fram.
Freeman-Mitford getur þess
ekki í skýrslu sinni, að þegar
hér var komið sögu hafi kai-
shaku-inn lyft höfðinu til að
sýna það vitnunum, eins og fyr-
ir er lagt í siðalögmálinu. Ef
til viil hefir útlendingunum ver-
ið hlíft við þessu síðasta atriði.
Tvö hinna japönsku vitna,
sem voru fulltrúar keisarans,
gengu nú fram og kölluðu út-
lendingana til vitnis um, að
dauðadómurinn yfir Taki Zenza-
buro hefði verið framkvæmdur.
Útlendingarnir vottuðu, að þeir
hefðu verið sjónarvottar að af-