Úrval - 01.04.1944, Side 107

Úrval - 01.04.1944, Side 107
HARA-KIRI 105. og nú batt hann ermarnar á skikkjunni undir hnén. Það var samkvæmt siðalögmálinu og var gert til þess að hann félli ekki aftur á bak. Það er óbærileg smán fyrir japanskan hefðar- mann að falla á bakið þegar hann deyr. Andartak var allt kyrrt. Svo laut hinn dæmdi maður áfram og tók rýtinginn af stallinum. Allra augu hvíldu á honum, og tók því enginn eftir því, þegar kaishaku-inn dró sverðið hægt úr slíðrum og reis upp á annað hnéð. Zenzaburo virti rýtinginn fyr- ir sér andartak eins og annars hugar. Svo brá hann honum snöggt og stakk honum á hol vinstra megin neðan mittis. Ósjálfrátt tóku sumir útlend- inganna viðbragð. Því næst dró hann rýtinginn hægt þvert í gegnum kviðarholið, frá vinstri til hægri, sneri honum í sárinu og skar stuttan skurð upp á við. Engin svipbrigði röskuðu hinni austrænu rósemi í andliti hans, fyrr en hann laut áfram til að leggja rýtinginn á stallinn. Þá var eins og kvalakippur færi í gegnum hann andartak. Það var sennilega síðasta skynjun hans, því að kaishaku-inn hafði einmitt verið að bíða eftir því að Zenzaburo hailaði sér áfrarn til að leggja frá sér rýtinginn. Hann spratt á fætur, hóf sverð- ið á loft og sveiflaði því með ægilegu afli. Það kvað við hlunk- ur, þegar höfuðið féll niður á pallinn. Kaishaku-inn gekk nokkur skref aftur á bak, hneigði sig fyrir vitnunum, dró pappírs- blað úr belti sér, kraup niður, og tók að þerra blóðið af sverð- inu með blaðinu. Því næst steig hann niður af pallinum. Svein- arnir tóku blóðugan rýtinginrs, og skyldi haim borinn fyrir keisarann sem sönnun þess, að athöfnin hefði farið fram. Freeman-Mitford getur þess ekki í skýrslu sinni, að þegar hér var komið sögu hafi kai- shaku-inn lyft höfðinu til að sýna það vitnunum, eins og fyr- ir er lagt í siðalögmálinu. Ef til viil hefir útlendingunum ver- ið hlíft við þessu síðasta atriði. Tvö hinna japönsku vitna, sem voru fulltrúar keisarans, gengu nú fram og kölluðu út- lendingana til vitnis um, að dauðadómurinn yfir Taki Zenza- buro hefði verið framkvæmdur. Útlendingarnir vottuðu, að þeir hefðu verið sjónarvottar að af-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.