Úrval - 01.08.1945, Side 30
28
tJRVALi
þessir einbúar, og hvað eru þeir
að gera? Vita þeir hver um ann-
an, eða lifir hver þeirra einung-
is fyrir sjálfan sig og litla
kertisstubbinn sinn?
Babylon og Ninive voru ekki
endurbyggðar. Það er auðvelt
að ímynda sér, að Stuttgart og
Miinchen, Frankfurt og Köln
verði heldur ekki endurbyggðar.
Það er raunverulega ekkert
byggingarefni í þessum dauðu
borgum, sem er þess virði að
því sé bjargað, og sem hægt er
að nota aftur. Það tæki ekki að-
eins ár, heldur sennilega nokkr-
ar kynslóðir, að hreinsa bygg-
ingarstæðin í þrjátíu eða fjöru-
tíu stórborgum Þýzkalands,
jafnvel þó að flutningatæki
væri fyrir hendi til slíks stór-
virkis, auk þess sem það myndi
aldrei borga sig. Byggingasér-
fræðingar halda því fram, að
þau véltæki, sem nú eru til, geti
á engan hátt innt af hendi
hreinsunarstarfið; jarðýtur eru
góðar, en ekki nógu góðar;
miklu stórtækari áhöld þarf til
að brjóta, mola og flytja á brott
þessar múrsteinshrúgur. En ef
við gerurn ráð fyrir að hægt
verði að gera þetta — hvað ætti
þá að gera við allt grjótið úr
fjörutíu stórborgum? Hvar á
að setja allan ruðninginn,
þannig að ekki breiðist sjúk-
dómar og pestir út um allt
Þýzkaland, þegar tugþúsundir
rotnandi líka koma í ljós undan
rústunum ?
Það virðist í alla staði skyn-
samlegra, og vissulega þrifa-
legra, að láta hinar dauðu borg-
ir Þýzkalands eiga sig. Járn-
brautunum og bifreiðabrautun-
um,semnú liggja í gegn um þær,
er hægt að beina í aðrar áttir.
Eins og nú er komið, eru þær
ekki annað en tengiliður milli
rústa. Grasi og illgresi er þeg-
ar farið að skjóta upp alls stað-
ar í grjóturðunum; og innan
fárra ára munu þær vera þakt-
ar gróðri; eftir eina eða tvær
kynslóðir, mn það bil sem
hreinsuninni væri að verða lok-
ið, munu hinar dauðu borgir
Þýzkalands vera orðnar að
dufti, sofnaðar svefninum langa.
Fyrri íbúar þeirra munu hafa
tekið sér bólfestu í kringum
minni borgir og sveitaþorp og
nýjar miðstöðvar borgarlífs og
iðnaðar hafa myndazt inn-
an um frjósöm akurlönd. En út-
lendingur,semferðastumÞýzka-
land eftir fimmtíu eða hundrað
ár, mun hér og þar rekast á ein-
mana, yfirgefnar dómkirkjur,