Úrval - 01.08.1945, Síða 30

Úrval - 01.08.1945, Síða 30
28 tJRVALi þessir einbúar, og hvað eru þeir að gera? Vita þeir hver um ann- an, eða lifir hver þeirra einung- is fyrir sjálfan sig og litla kertisstubbinn sinn? Babylon og Ninive voru ekki endurbyggðar. Það er auðvelt að ímynda sér, að Stuttgart og Miinchen, Frankfurt og Köln verði heldur ekki endurbyggðar. Það er raunverulega ekkert byggingarefni í þessum dauðu borgum, sem er þess virði að því sé bjargað, og sem hægt er að nota aftur. Það tæki ekki að- eins ár, heldur sennilega nokkr- ar kynslóðir, að hreinsa bygg- ingarstæðin í þrjátíu eða fjöru- tíu stórborgum Þýzkalands, jafnvel þó að flutningatæki væri fyrir hendi til slíks stór- virkis, auk þess sem það myndi aldrei borga sig. Byggingasér- fræðingar halda því fram, að þau véltæki, sem nú eru til, geti á engan hátt innt af hendi hreinsunarstarfið; jarðýtur eru góðar, en ekki nógu góðar; miklu stórtækari áhöld þarf til að brjóta, mola og flytja á brott þessar múrsteinshrúgur. En ef við gerurn ráð fyrir að hægt verði að gera þetta — hvað ætti þá að gera við allt grjótið úr fjörutíu stórborgum? Hvar á að setja allan ruðninginn, þannig að ekki breiðist sjúk- dómar og pestir út um allt Þýzkaland, þegar tugþúsundir rotnandi líka koma í ljós undan rústunum ? Það virðist í alla staði skyn- samlegra, og vissulega þrifa- legra, að láta hinar dauðu borg- ir Þýzkalands eiga sig. Járn- brautunum og bifreiðabrautun- um,semnú liggja í gegn um þær, er hægt að beina í aðrar áttir. Eins og nú er komið, eru þær ekki annað en tengiliður milli rústa. Grasi og illgresi er þeg- ar farið að skjóta upp alls stað- ar í grjóturðunum; og innan fárra ára munu þær vera þakt- ar gróðri; eftir eina eða tvær kynslóðir, mn það bil sem hreinsuninni væri að verða lok- ið, munu hinar dauðu borgir Þýzkalands vera orðnar að dufti, sofnaðar svefninum langa. Fyrri íbúar þeirra munu hafa tekið sér bólfestu í kringum minni borgir og sveitaþorp og nýjar miðstöðvar borgarlífs og iðnaðar hafa myndazt inn- an um frjósöm akurlönd. En út- lendingur,semferðastumÞýzka- land eftir fimmtíu eða hundrað ár, mun hér og þar rekast á ein- mana, yfirgefnar dómkirkjur,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.