Úrval - 01.08.1945, Page 49

Úrval - 01.08.1945, Page 49
FRJÓVGUN í TILRAUNAGLASI 47 una. Ef þar er fyrir heilbrigt og frjótt sæði, frjóvgast eggið. Eftir fjóra til sex daga berst eggið út úr legpípunni inn í legið, og þar þroskast fóstrið. Legpípan er þannig ekki aðeins göng úr eggjakerfinu í legið, heldur frjóvgunarstaður og fyrsta „gróðrarstía“ hins frjóv- gaða eggs. Ef hægt væri að frjóvga egg einhverstaðar annars staðar og koma því síð- an fyrir í leginu, væru barns- fæðingar hugsanlegar, þó að legpípan væri ónýt. Tilraunir á kanínum í þessa átt hafa tekizt. Kanínuegg var frjóvgað í tilraunaglasi, síðan sett inn í leg kanínunnar, og fæddist af því heilbrigður kan- inuungi. En það er ólíkt að eiga við konuegg. Það tók sex ára þrot- lausar tilraunir, átta hundruð konuegg og biljónir sæðis- fruma að koma í kring frjóvgun í tilraunaglasi. Það var á ókeypis kven- spítala, sem þessar tilraunir fóru fram, undir forustu dr. John Rock og aðstoðarlæknis hans, Miriam F. Menkin. Fyrsta eggið, sem tókst að frjóvga var úr þrjátíu og átta ára gamallikonu,fjögurrabama móður. Uppskurður var gerður á henni, af heilsufarslegum ástæðum, tíu dögum eftir tíðir. Eggið, sem er eins lítið og títuprjónsoddur og naumast sýnilegt berum augurn, var tekið úr eggbúinu í eggjakerf- inu og skolað í upplausn, að efnasamsetningu til eins líkri því umhverfi sem eggið hafði verið í og mögulegt var. í tuttugu og fjórar stundir var eggið látið liggja í blóð- vatni konunnar sjálfrar ámeðan það var að ná þroska. Síðan var það látið í sæðisfrumublöndu, sem í voru milljónir sæðisfruma. Að því loknu var eggið sett í blóðvatn úr annarri konu. í smásjá sást, að nokkrar sæðis- frumur höfðu borað sig í gegn um yzta hýði eggsins; en bíða varð enn um stund til þess að sjá, hvort ein þeirra að minnsta kosti, hefði komizt inn í eggið og frjóvgað það. Það var ekki fyrr en eftir fjörutíu og hálfa klukkustund, að greina mátti að frumuskipt- ing hefði átt sér stað, en það er fyrsta merki þess að vöxtur- inn sé byrjaður. Eggið, sem áð- ur var ein fruma, var nú orðið að tveim. Allt virtist leika í lyndi. En svo skeði ekki meir,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.