Úrval - 01.08.1945, Page 58

Úrval - 01.08.1945, Page 58
56 tTHVAL, sem Nels sat þegjandi við eld- inn. Þegar Nels var farinn inn í herbergið og búinn að loka hurðinni á eftir sér, fór Mar- jorie inn í sitt eigið svefnher- bergi. Hún settist á ruggustól og horfði út á vatnið. Það var kom- ið fram yfir miðnætti, þegar hún reis á fætur og háttaði. Áður en hún lagðist út af, læddist hún að dyrum Nels. Hún stóð þar fáeinar mínútur og hlustaði vandlega. Fingur hennar snertu hurðina mjúk- lega. Hann heyrði ekki til henn- ar. Hann var sofnaður. Marjorie var vöknuð klukkan fimm um morguninn. Nels kom inn í eldhúsið um sjöleytið, þegar hún var að búa til morg- unverðinn. Hann var hreinn og snyrtilegur, og henni fannst hún finna hve sterkur líkami hans var, undir þunnum, víðum fötum, þó hún snerti hann ekki. „Góðan daginn,“ sagði hann. „Góðan dag, Nels,“ sagði hún með ákefð. Að loknum morgunverði settust þau inn í stofuna, á meðan Nels fékk sér í pípu. Þegar hann hætti að reykja, reis hann á fætur og stóð kyrr fyrir framan eldstæðið. Hann tók upp úrið sitt og leit á það. Marjorie sat hljóð fyrir aftan hann. „Hvenær fer lestin til Boston?“ spurði hann. Hún hélt niðri í sér andan- um meðan hún var að segja honum það. „Viltu flytja mig á stöðina,“ spurði hann. Hún kvaðst skyldi gera það. Síðan hljóp hún inn í eldhús- ið og hallaði sér þungt fram á borðið. Nels var kyrr inni í stofunni og lét aftur í pípuna sína. Marjorie lagði nokkrum sinnurn af stað inn í stofuna, en sneri alltaf við þegar hún kom að dyrunum. Hana langaði til að spyrja Nels, hvort hann kæmi aftur. Hún tók upp disk, en missti hann á gólfið. Það var í fyrsta skipti sem hún hafði brotið nokkuð af postulíninu síðan morguninn, sem móðir hennar lézt. Titrandi fór hún í kápuna og setti á sig hattinn. Auðvitað mundi hann koma aftur! Bjánalegt að ímynda sér að hann gerði það ekki! Líklega ætlaði hann að fara til Boston til að kaupa gjafir handa henni. Hann mundi koma aftur, vitan- lega kæmi hann! Þegar þau komu á stöðina,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.