Úrval - 01.08.1945, Qupperneq 71
KYNÞÁTTAKENNINGAR
69
sem þjóðirnar verða fyrir-
Breytingar á þjóðareðli geta til
dæmis átt rót sína að rekja til
þess að verzlunarviðskipti hóf-
ust við umheiminn (sbr. Jap-
an), eða til annarra fjárhags-
legra og félagslegra afla.
Þjóðir eru gerðar af einstakl-
ingum, og þess vegna geta at-
huganir á eðlismun einstaklinga
hjálpað oss til að skilja breyti-
leik þjóðareðlisins. Það er líf-
fræðileg grundvallarkenning, að
vöxtur og þroski mannsins (eða
allra lífvera) ákvarðast jöfnum
höndum af erfðum og umhverfi.
Þetta þýðir, að sérhver eigin-
leiki, jafnt í líkamsbyggingu og
hátterni er háður bæði „náttúru“
og „næringu.“Eða eins og Bern-
hard Shaw segir: sérhver eigin-
leiki er bæði arftekinn og áunn-
inn. Niðurstöður af rannsókn-
um á eineggja tvíburum sýna
þetta Ijóslega. Tvíburar sem
koma úr sama eggi, erfa að öllu
leyti sömu eiginleika; það er al-
kunna, að þeir eru mjög líkir
bæði í útliti og að líkamlegu og
andlegu atgjörvi. En ef þeir eru
skildir að við fæðingu eða
stuttu eftir fæðingu, og aldir
upp við mjög ólíkar aðstæður,
koma fram hjá þeim ólíkir eig-
inleikar; sá mismunur ber vott
um áhrif umhverfisins. Sem
dæmi má nefna tvíbura, sem
voru aðskildir rétt eftir fæð-
ingu. Annar var alinn upp í fá-
tækrahverfi í Glasgow en hinn
upp í sveit. Þegar þeir voru
fjórtán ára, voru þeir báðir
meira en í meðallagi að gáfum,
báðir voru músíkalskir og báð-
ir góðir knattspyrnumenn og
notuðu svipaða leiktækni. Aftur
á móti var borgardrengurinn,
sem hlotið hafði betri skóla-
menntun, meiri námsmaður, en
hinn, sem haft hafði betra við-
urværi, var hávaxnari, sterkari
og heilsuhraustari. Slíkar at-
huganir á einstaklingum varpa
Ijósi á það, hvers vænta megi af
heilum þjóðum.
Líkamleg sérkenni.
Til eru mannleg sérkenni,
sem greinilega eiga meira rót
sína að rekja til erfða en um-
hverfis; eða svo skýrar sé til
orða tekið: breytt umhverfi
hefir nálega engin áhrif á þá. Ef
negrahjón byggju á íslandi og
ælu þar börn sín, myndu börn-
in eigi að síður vera svört á
hörund og með hið sérkennilega
háralag og svip negra. Það má
skipta mannkyninu í þrjár
megingerðir eftir líkamsbygg-