Úrval - 01.12.1946, Side 20
18
ÚRVAL
ákvað að aka heim, þótt mér
væri það óljúft. Eins og þu
veizt, leggur slæma lykt af
blautum fötum, þegar þrengsli
eru mikil, stapp og stímabrak.
Og auðvitað var almennings-
vagninn troðfullur. Þegar hann
rambaði fyrir homið á Reger-
ingsgötu, rann hann til, og í
sömu andránni datt stúlka út
úr honum. Ef til vill hefir hún
ekki haldið sér í eða þá að
henni hefir orðið ómótt, — það
var mesta guðs mildi, að hún
skyldi ekki lenda undir hjólinu.
Þótt ég hefði ekki haft minnsta
grun um þessa stúlku, sem við
hlið mína stóð, stökk ég eigi að
síður af vagninum á eftir henni.
Vagninn var stöðvaður, en þeg-
ar þess varð vart, að ég var
kominn stúlkunni til hjálpar,
hélt hann aftur af stað.
Hafið þér meitt yður mikið?
Ég laut að henni. Hún leit á
mig, grænleitir skuggar voru í
kringum augu hennar. En þessi
bölvaði andlitsfarði, hamingjan
má vita hví þær mála sig svona,
hugsaði ég meðgremjuoghjálp-
aði henni að rísa á fætur úr
óhreinindunum á malbikaðri
götunni.
Hún stundi af sársauka, en
brosti þó. Og í þessu brosi
bryddi á undraverðum kjarki..
Ninotchka var að sínu leyti
óvenju tápmikil stúlka. En ég
komst ekki að raun um það
fyrr en síðar. — Ég náði í
leigubíl og ók henni heim. Hún
bjó við höfnina í einum af þess-
um nýtízku skýjakljúfum, sem
búnir eru öllum hugsanlegum
þægindum. Ég lagði hana niður
— hún var óvenju létt, tók af
henni skóna og hlúði eins vel
og mér var unnt að fætinum,
sem hún hafði meitt sig í. Þótt
meiðslin væru óveruleg, vildi ég
samt sækja lækni.
„Ég get sjálf hringt, ef þess
er þörf,“ sagði hún ákveðið.“
,,En þá vil ég sækja eitthvað
handa yður að borða.“
„Nei, ég þakka yður fyrir,
ég er búin að borða.“
„Hvað get ég þá gert fyrir
yður?“
„Ekkert, þakka yður fyrir,
ekkert.“
Ég skildi undireins, að hún
vildi eimmgis, að ég færí. Og
það gerði ég. Hún hét mér að
hringja og láta mig vita,
hvernig henni liði. En hún lét
ekki verða af því, hringdi ekki
daginn eftir, hringdi aldrei.
Hún vildi ekki sjá mig, og við
því var ekkert hægt að gera.