Úrval - 01.12.1946, Page 27
SÍMINN, SEM HUGSAR
25
í hug, er loku fyrir það skotið,
að óviðkomandi fólk geti hlýtt
á). Ef þér hafið kallað halló
tvívegis, eftir að röddin hefir
sagt „reiðubúnir," hefst taln-
ingin, og ef gert er ráð fyrir
að símatala yðar sé 146, farið
þér þannig að til að fá skila-
boðin, er yður hafa borizf:
Einn ... halló .. halló .. tveir
___þrír ... fjórir ... halló ...
halló... Fimm... sex ... halló
___halló.
Þér hafði gripið fram í fyrir
röddinni við réttar tölur 1—4—
6, og nú fáið þér sambandið.
„Halló, o.s. frv. Þetta er Georg
.. . get ekki spilað bridge í
kvöld, þar sem við verðum að
skemmta frænkum konunnar
minnar ...“ Eða: „Formaður-
inn í ... félaginu býður yður til
miðdegisverðar næstkomandi
fimmtudag...“ Ef þér eruð
læknir, heyrið þér heimilisföng,
sjúkdómslýsingu og hringingar-
tíma sjúklinga, er þurfa fljótt
á lækni að halda. Ef þér eruð i
vörugeymsluhúsi, fáið þér upp
nöfn þeirra verzlana, er þurfa
að fá skjóta afgreiðslu. Og ef
þér eruð kaupmaður, fáið þér
skilaboð frá gleymnum hús-
mæðrum, sem þurfa að fá ný-
lenduvaminginn sendan heim
fyrir hádegisverð — eða kjól-
inn, sem þær sáu auglýstan hjá
yður um morguninn. Milli
skeytanna er þriggja sekúndna
hlé. Ef þér eruð heima hjá
yður eða í skrifstofunni, er þér
hlustið á skeyti, sem yður ber-
ast, er hægurinn hjá fyrir yður
að þrýsta á hnappinn, sem
merktur er „endurtakið," ef
þér eruð ekki alveg viss um,
hvað viðmælandi sagði, en ef
þér viljið einungis heyra aftur
einhvem ákveðinn hluta af tal-
inu, styðjið þér á hnapp, sem
merktur er „kafla endurtekn-
ing.“ Ef þér hafið upptökusíma
í félagi við annan mann og haf-
ið verið að heiman daglangt,
getið þér talað inn svör við öll-
um fyrirspurnum, sem bomar
hafa verið fram eða greitt úr
öðm því, sem svara þarf. Gald-
urinn er ekki annar en þessi:
Er síminn hefir skilað skeytun-
um,verður nokkurra sekúndna
hlé á starfi vélarinnar, en síðan
heyrist hljóðmerki. Er þér
heyrið það, kallið þér „halló ...
halló ...,“ og suðan hættir. Svo
gerið þér yðar athugasemdir og
sendið talskeytið, sem félagi
yðar getur hlýtt á heima, með
því að hringja í skrifstofuna
eða þá að morgni, er í skrif-