Úrval - 01.12.1946, Qupperneq 32
30
URVAL
ég hefði séð son þinn nýverið.
Og vitanlega sá ég hann . . . við
skulum sjá . . . já, það var ekki
í gær, heldur hinn daginn . . .
þegar hann laumaðist út úr húsi
þínu eftir miðnætti. Og þegar
lögreglan spurði mig, sagði ég
þeim . . . ha-ha-ha . . . mikill
einfeldningur ertu, Jakob . . .
þegar lögreglan spurði mig að
þessu, sagði ég þeim, að hann
hefði ekki verið sjáanlegur hér
um slóðir í meira en mánuð . . .“
Ást í viðjum.
Kvöldsólin litar gluggarúð-
umar, og skinið blandast götu-
rykinu og verður að gulleitu
mistri, sem byrgir allt útsýni.
Inni í réttarsalnum veldur þetta
hálfdimmu í öllum horniun.
Þama inni ríkir venjuleg
stemning, því að nú er réttar-
hlé. Lögfræðingar og blaðamenn
reita upp úr sér kesknisleg
spaugsyrði, og ættingjar hins
ákærða tvístrast órólegir fram
við dymar.
Allt í einu breytist andinn í
þessiim sal. Réttarþjónn kemur
inn með miklu írafári, en er samt
auðsjáanlega í þungum þönk-
um. Það snarslumar í mál-
skrafsmönnum, og heyrist nú
aðeins lágdregin hvískursuða,
einna líkust vellandi froðu, og
allir viðstaddir skynda sér til
sætis. Hurðin skellist í lás. Mál-
flutningsmenn koma í Ijós.
Þeir era í vandræðum með
víðu ermarnar á mussum sínum
og leitast við að hagræða þeirn
utan á sér, eins og gildvaxnar
konur gera, áður en þær rísa úr
sætunum. Herdómararnir þrír
ganga til sætis á uppbækkuðum
palli, krossleggja handleggina
fram á langt og mjótt borðið og
láta hökur sínar hvíla á hand-
arbökunum. Hvasseygur og
þóttalegur túlkur öskrar fyrir-
mæli til hins ákærða, sem
stendur jafnskjótt upp frá
setubekk sínum, á palli að baki
málaflutningsmönnunum en
andspænis dómurunum. Óðar
rís upp varðmaður fyrir aftan
hann og otar vélbyssu í hrygg-
inn á honmn.
Sandrykið virðist sjatna og
mistrið dvína úti fyrir, því að
sólmóðan hverfur af gluggun-
um, og birta síðkvöldsins mót-
ar greinilega hvert andlit í
salnum.
„Hefir hinn ákærði nokkrar
óskir fram að bera, áður en
dómurinn er upp kveðinn?“
Þessa spurningu, sem borin er
fram með þreytulegri rödd af