Úrval - 01.12.1946, Side 33
PALESTÍNUMENN
31
forseta réttarins, sköllóttum,
ibrezkum herforingja, endurtek-
ur harðsvíraði túlkurinn með
stökkkendum áherzlum.
Hinn ákærði, sem er ungur
Gyðingur frá Galileu, illa til
reika og órakaður, leiðir ósjálf-
rátt til samanburðar á honum
og öðrum Galileu-Gyðingi, sem
mætti sínum keisaralega dóm-
ara hér í þessari borg, fyrir
mörgum öldum. Þessi æsku-
maður svarar ákveðnum og lát-
lausum rómi, en munnur hans
herpist saman og trúarlegur
ákafi lýsir úr augunum:
,,Ég neita því ekki, að ég var
viðriðinn lendingar hinna svo-
kölluðu ólöglegu Gyðingainn-
flytjenda, og ég ber ekki á móti
því, að ég hafði vopn í fórum
mínum og hefði beitt þeim gegn
hverjum sem er — sama hvort
verið hefði forsætisráðherra
Bretlands eða bróðir minn —
ef hann hefði reynt að hindra
þessar lendingar. Ég bið engr-
ar miskunnar og vænti hennar
ekki, því að hvorttveggja er, að
meðaumkunartilfinningin er
utan getu og valdsviðs dómar-
anna, og afrek mitt felur þakk-
argjöldin í sjálfu sér.“
Við þetta svar sakbomingsins
kemur furðusvipur á túlkinn, og
hann hvæsir því í flýti út úr
sér, að því er virðist í styttri
þýðingu. Einn dómaranna star-
ir sljólega fram hjá hinum á-
kærða, inn í eitthvert ímyndað
tómarúm þar fyrir aftan. Ann-
ar lítur heimóttarlega á úrið
sitt og skrúfar hettuna á sjálf-
blekunginn sinn. Hinn þriðji,
forseti réttarins, er sá eini
þeirra, sem virðist bregða við
orðin. Hann kyngir munnvatni
sínu um leið og túlkurinn þagn-
ar. Síðan tekur hann til máls og
lýsir dómsniðurstöðu. Fram-
sögn hans er tilbreytingarlaus
en ívið skjálfrödduð: ,,... tíu
ára fangelsi fyrir ólöglega
hylmingu vopna, samkvæmt
ákvæðum ... og ákvæðum ...
og viðbótarákvæðum herlag-
anna o. s. frv., o. s. frv., og
fyrir hlutdeild í samsæri til þess
að aðstoða við lendingu ólög-
iegra innflytjenda og virka þátt-
töku í þeim efnum, sem er brot
á ... o. s. frv.“
Hvattur af gínandi byssu-
hlaupi „bakvarðarins“ gengur
hinn dæmdi maður niður af
pallinum, í áttina til dyra. Vopn-
aðir hermenn, sem setið hafa
innan um áheyrendur, staðið
við dyrnar eða gætt glugganna
með vélbyssur í hendi, rjúka nú