Úrval - 01.12.1946, Síða 34
32
ÚRVAL
upp til handa og fóta og slá
hring um hann. Enda þótt leit-
að hafi verið á öllum hér inni,
áður en þeir fengu aðgang að
húsinu, er nú aftur þreifað eftir
grunsamlegum hlutum á konu
hins sakfelda, um leið og hún
gengur til móts við hann og
réttir honum höndina brosandi.
Hann þrýstir hönd hennar og
brosir líka við, gengur síðan út
um dymar og hristir þver-
móðskulega af sér handfestu
eins hermannsins.
Hann er ekki eldri en tvítug-
ur og hefir verið giftur í aðeins
tvo mánuði. Af þeim tíma var
hann eina viku samvistum með
konu sinni, en hinar sjö hefir
hann setið í óþrifaklefum Aere-
fangelsisins og beðið dóms.
Hann er fæddur og uppalinn í
Palestínu, og fómarandanum
fyrir málefnið hefir hann tekið
að erfðum frá föður sínum, sem
flýði úr sama fangelsi og gekk
í Gyðingaherdeildina, í fyrri
heimsstyrjöld. Afi hans var
líka sama marki brenndur, því
að hann var einn hinna fyrstu
fífldjörfu Júða, sem fylltu
Arabana undrun, með því að
setjast að á mýraflákum lands-
ins og vaða þar vatnselginn
upp undir hendur, til þess að
þurrka þessi landssvæði og
gera þau plægingar- og sáning-
arhæf.
Eiginkona unga mannsins,
þessi víllausa, óframfærna og
brosandi æskukona, sem grípur
eftir hönd hans, um leið og
hann er færður burt í tíu ára
fangelsisvist, hefir styrkt þetta
hjónaband með eigin áræðis-
verkum og þrautseigju. Hún er
nýlega flutt frá Póllanai til
Palestínu og kom hingað eftir
að hafa tekið þátt í mótspyrnu-
hreyfingu Gyðinga í Bialystok
og í skæruliðasveitum á pólsku
mýrunum.
Ég fylgi henni heim á leið
og rifja upp fyrir mér aragrúa
af nærgöngulum blaðamanna-
spurningum. Hvernig er þeirri
eiginkonu innanbrjósts, sem sér
á bak manni sínum í tíu ára
fjarveru, eftir einungis einnar
viku samvistir?
„Við bjuggumst við þessu,
áður en við réðum af að gift-
ast,“ svaraði hún. „Það er sama
sagan um þúsundir annarra.
Við skoðum okkur sem nýja
Gyðingakynslóð, meira en í
bókstaflegri merkingu, þjóð-
flokk, sem gegnir helgu hlut-
verki við sköpun og uppeldi
nýs lýðs. Við heiminn segjum