Úrval - 01.12.1946, Page 37
PALESTÍNUMENN
35
ekki nema fáeina daga að kom-
ast að raun um, að lífið þar átti
ekki við mig. Ástæðurnar fyrir
því eru dálitið sérvizkulegar.
Hávaðaleysið í þorpinu, meðan
allir sváfu, lagðist á mig eins
og mara. Mig svimaði innan um
stjömur himinsins, ýifur sléttu-
úlfanna og minar eigin hugsan-
ir. Þessar bölvaðar hugsanir eru
eins og brimsalt lindarvatn fyr-
ir sárþyrstan mann, eins konar
mýrasóttarkelda, sem ég fæ
aldrei hreinsað til botns. Allir
þessir dauðu menn, sem ég hefi
séð — allir þessir lifandi menn,
sem ég hefi drepið . . . Á hinn
bóginn var Aruttea-lífið of
félagsbundið — nokkurs konar
hjarðmannslíf — og ég hefi
fengið nægju mina af samyrkju-
búskap í fangabúðunum og með-
al skæruliðanna. Svo þegar ég
hafði glímt við samvizku mína
í nokkrar vikur, flýði ég burt
úr Kvutza. Ég gerði þó heiðar-
iega tilraun ..."
Hann scttist því næst að í Tel
Aviv og sagðist ætla að hafa
ofan af fyrir sér með snúninga-
vinnu úti við, t. d. með því að
selja ís á gangstéttunum eða
einhverju því, sem gæfi honum
tækifæri til að vera í marg-
menní, vegna þess að „borgin er
öðruvísi. Þar er maður innan um
fjöldann en þarf samt ekki að
vera einn af honum. Maður get-
ur horfið á burt, hvenær sem
er . . .“
„Horfið burt . . . Já, sú til-
finning kemur yfir mann, mitt
í glaðværð götunnar. Övæntur
vélarsmellur í nálægum bíl kem-
ur öllu á ringulreið í hausnum
á mér og dernbir mér í einu vet-
fangi inn í skærulífið í pólsku
skógunum. Þegar ég kem til
sjálfs míns aftur, ligg ég í
hnipri á fjór-um fótum á miðri
gangstéttinni, umkringdur af
mannþröng, sem glápir á mig
unclrandi." En ekki tekur betra
við þegar hann er einn í her-
bergi sínu. „Ef ég reyni að lesa,
fæst hugsimin ekki til að fylgja
augunum eftir. Og þögnin renn-
ur eins og þungur árstraumur
inn um eyrun á mér, fyllir allar
glufur, belgir upp gagnaugun og
lyftir upp hauskúpunni. Svo
byrja alls konar kynjaórar að
glamra í kringum mig ... vél-
byssuhvellir — æöandi, hækk-
andi, hvæsandi... eins og flug-
eldar.“
Hann hefir reynt kvikmynda-
húsin. „En myndin rennur út í
móðu, og ýmsar sýnir aðrar
dansa fyrir augum mér á tjald-