Úrval - 01.12.1946, Side 47
HARX POGO OG MANNÆTURNAR.
45
ingar þeirra,“ sagði hann hæg-
látlega. „Við meðferð þessara
kvilla á sjálfum mér gat ég
gert tilraunir, þangað til ég
hitti á það rétta.“
Þannig lét Fox skógarflug-
una setjast í opinn skurð á lær-
inu á sér, vel vitandi að þetta
mundi orsaka stórt kaun, sem
græfi sig inn í bein. Einnig lét
hann hina andstyggilegu 18
þmnl. löngu þúsundfætlu bíta
sig í beran handlegginn, en við
biti hennar fann hann enga
lækningu.
Hann segir, að þegar þúsund-
fætla bíti sig, fari hann heim í
hreysi sitt eins fljótt og hann
geti, því að hann viti, að fram-
undan séu óþolandi kvalir í 18
klukkustundir. „Ég dreg upp úr-
ið mitt, vef mé 18 vindlinga og
leggst niður. Síðan reyki ég einn
vindling á klukkutíma fresti,
þangað til hin harða raun er á
enda og bólgan fer að renna
af, og handleggur eða fótleggur
verður srnárn sarnan eðlilegur
aftur.
Nafnið Hari Pogo fékk hann
vegna þess, hve oft hann hafði
orðið að berjast vio hitaveiki,
en nafnið þýðir: sá sem liggur
á grúfu. Dökku ,,börnin“ hans
höfðu gefið honum það, þegar
þau hvað eftir annað höfðu
fundið hann liggjandi á grúfu
á einhverjum skógartroðningn-
um, meðvitundarlausan og kval-
inn af malaríu.
Hann hafði séð töfra og
svartagaldur, sem hann gat ekki
útskýrt. Hann hafði séð „pen-
ingamann" standa nakinn á
ströndinni fyrir framan „helg-
an eld“ og hrista skelpeninga
úr tómum höndunum. Hann var
viðstaddur bálför höfðingja
San Christobal ættkvíslarinnar,
og sá að eldurinn eyddi líkam-
anum að innan, þannig að eftir
var aðeins húðin, sem ekki
hafði einu sinni sviðnað, en lög-
un líkamans hélzt áfram ó-
breytt. Annað töfrabragð, sem
hann mun aldrei gleyma, var
það sem þeir nefna: að róa
yfir „lón hinna dauðu,“ en hinir
innfæddu jarða þá dánu á þann
hátt, að þeir binda þá í sitjandi
stellingar og sökkva líkunum
þannig, að þau sitji í hálfhring
eins og á ráðstefnu, á lcóral-
botni hins kristaltæra lóns.
Einu sinni á ári fara íbúar
eyjarinnar, á hinum haglega út-
skornu kænum sínum, út á lón-
ið til þess að sýna hinum dánu
virðingu. Ef horft er niður í sjó-
inn, virðist manni sem hinir