Úrval - 01.12.1946, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
sinni eða tvisvar á ári heim-
sækir biskupinn hann á eftir-
litsferðum sínum, og færir hon-
um þá tóbak og fleiri nauðsynj-
ar. En Hari Pogo lifir aðallega
á því, sem frumskógurinn gef-
ur af sér. Hann hefir kókos-
hnetur, Papayas (einskonar
melónur), brauðaldin, steiktar
engisprettm* og gnægð af lirf-
um, og þykir lítil ástæða vera
til að draga að sér vistir ann-
arsstaðar frá.
Nú er Hari Pogo 68 ára gam-
all og langar ekkert til að
hverfa aftur heim til ættlands
síns. Hann vill eyða ævikvöldi
sínu á eyjunum, með því að
kenna, prédika og lækna,
„svörtu börnin sín.“
Alítaf er Síuiw satnur og jafu.
Hefðarkona í London hafði látið yngja sig upp og kostaði til
þess miklu fé. Hún sagði við skáldið Bemhard Shaw.
„Hvemig lizt yður á mig?“
„Ef dæma á eftir tönnunum, gætum þér verið 18 ára, eftir
hárinu 19 ára og eftir framkomunni 14 ára.“
„Og hve gamlar haldið þér þá að ég sé?“
„18, 19 og 14 gera samtals 51 ár.“
4
Tungan er versta svipan.
Sir Mark Young, fyrrum landstjóri í Hong Kong, kunni vel að
koma fyrir sig orði. Eitt sinn sem oftar hélt hann veizlu, og var
þar hefðarfrú nokkurri, sem fann helzti mikið til sin vegna stöðu
sinnar, ætlaður óvirðulegri sess en hún taldi sér bera. Hún snéri
sér því að Sir Young og sagði nokkuð höstuglega:
„Yður virðist liggja í léttu rúmi hvar þér skipið gestum yður
til sætis."
Sir Young gramdist yfirlæti frúarinnar og svaraði:
„Þeim, sem skipta miklu, skiptir litlu hvar þeir sitja."
— Magazine Digeat.