Úrval - 01.12.1946, Síða 77
IMYNDUNIN SR NÆM
75
honurn og át hann svo með
beztu Iyst.
Þegar apinn gerði hverja til-
raimina af annarri, og þegar
hann settist niður á búrgólfið,
var hann í raun og veru alltaf
að Mjást við það sama, var sem
sagt alltaf að reyna að ráða
fram úr vandanum. En í síðara
dæminu virtist framkvæmdin að
öllu eða mestu leyti fara fram
í höfði hans. Hann vann með
ímjmduninni en ekki með hlut-
um, og allt starf hans þennan
tima hafði farið fram hið innra
með honum. Og starfið var hug-
lægt, þangað til hann hafði
fundið rétta lausn á viðfangs-
efninu.
Nú skulum við athuga ímjmd-
unaraflið og mjmdir þær, er það
dregur upp, öllu nánar. Pólk
beitir ímjmdunarafli sínu á
mjög mismunandi hátt. Sumir
draga upp mjmdir fyrir hug-
skotssjónum sínum, nota sjón-
arímjmdun, öðrum lætur betur
að ímjmda sér tal eða hljóð.
Þeir eru hlustnæmir, nota
heyrnarímjmdun. Og enn aðrir
eru það, sem kallað er hreyfi-
næmir, ímjmdun þeirra styðst
við hreyfiminni eða vöðvasam-
drátt. En flest fólk getur brugð-
ið fyrir sig öllum þessum teg-
undum ímjmdunar við ólíkar að-
stæður.
Hér er dæmi tekið í tilrauna-
skyni handa þeim, sem greina
vilja á milli sjónarminnis, —
það er að segja ímyndunar, sem
styðst við myndir, — og heyrn-
arminnis, ímyndunar, sem
styðst við hljóð. Skrifið fjórar
töluraðir og hafið fjórar tölur
í hverri línu, svo að tölurnar
mjmdi ferhyrning. Hér koma
nokkrar tölur. 1 efstu línu:
4, 7, 6, 2; í næstu línu fyrir neð-
an: 8, 3, 6, 7; og í þriðju línu:
9, 1, 2, 8; og svo að lokum 1
neðstu línu: 1, 3, 5, 4. Nú skuluð
þið læra þessar tölur utanöókar.
Þið getið lesið þær línu fyrir
línu og haft þær yíir, unz þið
kunnið þær.
Þegar þið hafið fullvissað
ykkur um, að þið getið haft þær
yfir án þess að reka í vörðxirnar
eða rugla röðunxnn., skulið þið
reyna að skrifa tölurnar, sem
mjmda skálínurnar frá homi til
honis. Gert er ráð fyrir, að þeir,
sem gæddir eru sjónarminni,
eigi að öðru jöfnu auðveldara
með þetta en þeir, sem hlust-
næmir eru. Sá, sem beitir iimri
sjón, getur brugðið upp hug-
skotsmynd af ferhyrningnum og
lesið tölurnar, hvernig sem vera