Úrval - 01.12.1946, Qupperneq 89
ÞETTA VARÐAR MESTU
87
— Ég ætla ekki — ég er orð-
inn liðhlaupi.
— En ertu ekki í Ieyfi?
— Jú, svo á það að heita —
en ég hefi verið liðhlaupi, and-
lega og siðferðilega séð, unaan-
fama tíu daga. Og ég breyti
ekki um skoðun. Við skulum
gleyma þessu.
Hún leiddi hann að bekk nið-
ur við sjóvarnargarðinn. Hún
settist, en hann stóð fyrir fram-
an hana, beinn og ósveigjanleg-
ur.
— Clive — þú ert þá ekki að
gera að gamni þínu?
— Nei, ég hefi sagt þér eins
og er. Ég fer ekki aftur. Ég
varð að segja þér frá því . . .
— Úr því að þú máttir til með
að segja mér frá þessu, þá get-
íirðu líka sagt mér ástæðuna.
— Það er einfalt mál. Mig
langar ekki að láta drepa mig.
Ég er raggeit, það er ástæðan.
— Þú ert raggeit, sagði hún.
— Þú getur verið dugandi í æði
bardagans — en það er ekki
hugrekki. Sá sem ekki vill vinna
landi sínu, þegar fer að bóla á
erfiðleikum — hann er raggeit.
Þú ert raggeit.
Hann hló, snöggt og stutt.
— Ef þú heldur að þú getir gert
mig reiðan, þá skjátlast þér.
Segðu það sem þú vilt. Ég er
raggeit, ég er kvikindi — mér
er alveg sama — í herinn fer ég
ekki aftur!
Hún sat þögul langa stund.
Svo stóð hún upp og horfði
framan í hann. — Hvað get ég
gert, Clive? Hvað get ég gert?
Hún hélt af stað eftir strand-
veginum og hann gekk við hlið
hennar.
— Þú getur gleymt þessu.
Þetta er hvort sem er ekki neinn
stórviðburður. Lífið gengur sinn
gang.
Hún svaraði engu. — Sjáðu
nú til, sagði hann. — Ef við
hefðum ekki hitzt, værir þú ekki
að hugsa um þetta. Þú hefðir
ekki áhyggjur út af einum lið-
hlaupa.
— En við höfum hitzt, Clive.
Og það er aðalatriðið. Ég hefi
hitt þig og kynnst þér — vel.
Þau héldu áfram göngunni
eftir stígnum, sem lá út á höfð-
ann. Þau töluðust ekki við; það
var eins og óravídd væri á milii
þeirra. Loks staðnæmdust þau,
og hann snerti hönd hennar í
myrkrinu.
— Af hverju ertu að gráta?
— Ég er ekki að gráta.
— Víst ertu að gráta.
— Ó, Clive. Ég er ekki grát-
gjörn stúlka — en hvað get ég
gert?
— Fyrirgefðu, sagði hann. —
Það var leiðinlegt að þú skyldir
þurfa að rekast á vandræðagrip
eins og mig. Ég er víst ekld
gæddur þessum göfugu tilfinn-
ingum, sem ....
— Það er einmitt það, sem þú
ert, Clive. Þess vegna skil ég
ekki þetta. Segðu mér nú frá
hinni raunverulegu ástæðu, svo
að ég geti skilið þig.
— Prue, sagði hann. — Ég