Úrval - 01.12.1946, Síða 97
í>ETTA VARÐAR MESTU
95
nágrannanna. Þu ert lausaleiks-
krakki og þess vegna ertu
þakklát fyrir, að hjartagott
fólk veitir þér slík tækifæri.. . .
Þetta er að sumu leyti dásam-
legur tími, þú ert farin að líta
á lífið af raunsæi, og það styrk-
ir þig. Þú byrjar 1 neðstu tröppu
og nú skaltu sýna, hvað í þér
býr! Þú skalt Iáta alla verða
hreykna af þér!
Eg byrjaði á því að verða
prentnemi — eða við vonuðum,
að ég gæti komizt svo langt. Það
var skrítið! En ég byrjaði samt.
Ég minnist þess morguns —
hvernig ég klæddi mig —
hvemig mamma leiddi mig —
hvemig við titruðum bæði fyrir
framan prentsmiðjudyrnar. —
Setjum svo, að þeim þætti ég
vera of veimiltítulegur. Það var
vegna þess, að við titruðum
bæði. . . .
Hann þagnaði og varð hugsi.
— Ég held, að ég sé ekki að-
eins að segja þér sögu, að ég sé
ekki að gera tilraun til að vekja
samúð þína. Ég vil að þú skiljir
veikleika minn, fordóma mína
og styrk minn. Þetta getur ekki
verið lélegur skáldskapur, því að
það er satt — og ekkert getur
gert það vesælla og vonlausara.
— Ég fékk starfið. Ég bjó til
svertu i fjölritara! Þekkir þú
fjölritarasvertu, ungf rú góð ?
Hún er notuð tií þess að f jölrita
matseðla í lélegum greiðasölu-
stöðum. En hefir þú nokkurn
tíma velt því fyrir þér, úr hverju
hún er framleidd ? Hvernig hún
er sett í dósir? Hefirðu snert
hana, Iyktað af henni, soðið
hana, sullað í henni og verið öt-
uð af henni ?
Dásamlegt efni! Framleitt af
sérfræðingum í svertudeild
hinnar fullkomnu verksmiðju
vorrar! Það var ég. Það var ég,
sem var öll bölvuð deildin —
greindur og ólatur drenghnokki.
Greindur og ólatur! Já, það
hafði verið hann — þetta
óhreina, lyktandi og subbulega
barn! G-rannar hendur héldu um
stóra skóflu. Þetta margar
skóflur úr þessum poka; þetta
margar skóflur af lit; þetta
mikið af hlaupi. Öllu var dembt
í pott, sem stóð úti í garðinum.
Það var ekki hægt að sjóða
svertuna innanhúss — ódaunn-
inn hefði gert út af við alla í
húsinu. —
Þú vannst verk þitt af hag-
sýni. Kassamir utan af tómu
dósunum voru notaðir fyrir eldi-
við. Dósunum var raðað á borð-
ið. Þú mokaðir. Þú sauðst. Þú
jóst upp hinum vellandi, lykt-
andi óþverra. Hann slettist um
alít, klesstist í hár þitt og föt.
Þú varðst allur ataður í f jölrit-
arasvertu.
Og þú varðst líka útskúfaður.
Þú sást það strax fyrsta daginn,
þegar þú læddist inn í prent-
smiðjuna til þess að borða bit-
ann þinn: stúlkurnar, pressu-
mennirnir og setjararnir fitjuðu
upp á nefið — þér varð Ijóst,
að þú varst þeim til óþæginda.
Lyktin af þér var of megn.