Úrval - 01.12.1946, Side 103
ÞETTA VARÐAR MESTTJ
101
— Get ég gert eitthvað fyrir
yður? spurði presturinn.
Ó, kristindómurinn! Hin líkn-
andi hönd!
Clive stökk ofan af veggnum.
— Nei, sagði hann kuldalega,
þér getið ekki hjálpað neinum
af okkur. Augu hans greindu
máð letrið á legsteininum. Hann
las upphátt:
— Hér hvílir í Guði Aram
Pletcher úr Wythesókn. F. 1742.
D. 1821.
Hann leit upp.
— Hann hefir lifað á tímum
Napóleons. Hann hlýtur að hafa
orðið fyrir þessu sama . . .
Hann fór allt í einu út í aðra
sálma.
— Það er spaugilegt, sagði
hann, þeir hafa rifið niður mörg
þúsund leiðarmerki meðfram
vegunum — í öryggisskyni.
Hugsið yður þúsundir fallhlífa-
hermanna, sem hafa svifið hér
til jarðar og stikað rakleitt að
fyrsta leiðarmerkinu — og það
er þá horfið. Fallhlífarhermenn-
irnir vita ekki sitt rjúkandi ráð.
Þeir nema staðar og segja: —
Heil Hitler! Við höfum 'villst!
Við getum ekki haldið áfram!
— Af því að Þjóðverjarnir
myndu ekki láta sér detta í hug
að lesa á þessa legsteina og
komast að raun um, að þeir
væru staddir í Wythe. Ef á hinn
bóginn — þá burt með legstein-
ana. —
Það brá fyrir sársauka í and-
liti prestsins.
— Nei, hélt hann áfram, það
var ekki ætlun mín að eyðileggja
þá. Við skulum ekki eyðileggja
gamla England. Af því að . . .
Honum varð litið til kirkjunn-
ar, sem var eins og skuggamynd
í rökkrinu.
— Hún er falleg — er hún
það ekki? Og gömul.
— Já, mjög gömul, sagði
presturinn.
Clive hallaði sér upp að
veggnum, hann var dauðþreytt-
ur og í hálfgerðu móki, en orðin
streymdu af vörum hans.
— Menn hafa víst verið trú-
aðir í gamla daga, sagði hann.
Trúaðir í raun og sannleika.
Þeir knúðu veikt holdið til að
hlaða stein á stein ofan, til þess
að minna okkur á, að trúin lifir
lengur en dauðlegur líkaminn.
— En fyrir andartaki síðan
vilduð þér eyðileggja þetta.
— Þetta er satt, sagði Clive.
Iiugsanir mínar eru á reiki. En
ég á við það, að enginn er trú-
aður nú á dögum. Ekki á sama
hátt og áður.
— Ef til vill talar þú aðeins
fyrir þig einan, drengur minn.
— En hvað þú ávítar mig vel.
Þú ert bezti náungi. Þú ert eng-
inn smjaðrari. Langar þig ekki
til að snúa mér til trúar?
— Ég kenni í brjósti um þig,
drengur minn. Eg kenni í brjósti
um alla, sem eiga ekki huggun
trúarinnar — og frið bænarinn-
ar.
— En ég hefi fundið frið í
bæn. Hann rak upp hlátur. —
Auðvitað biðja allir, þegar þeir