Úrval - 01.12.1946, Side 114
112
ÚRVAL
konunnar slitnuðu af. Veggur-
inn stóð enn þá. Hann var enn
þá . . .
Þá sá hann, að veggurinn var
öðruvísi. Hann slútti fram.
Hann hallaðist. Þetta skeði á ör-
stuttum, en þó ægilega löngum
tíma, eins og í martröð.
Hann reyndi af öllum kröft-
um að losa konuna. Honum varð
hugsað til mannsins í kjallaran-
um, og hann fór að ásaka sig
fyrir að hafa sagt honum að
fara aftur inn.
Hann leit aftur upp. Veggur-
inn hallaðist geigvænlega —
hann var að falla . . . falla . . .
Allt í einu rifnaði kjóll kon-
unnar og hún losnaði. Á því
augnabliki fekk Clive minnið
aftur. Prudence! Hann hafði
sagt, að hann skyldi vera á
stöðinni, hvað sem á kynni að
dynja. . . . Kannske hefði hann
enn nægan tíma. Járnbrautar-
lestirnar hefðu verið stöðvaðar,
meðan á loftárásinni stóð. Hann
hefði nægan tíma, ef . . .
Ef hann hlypi af stað strax!
— Guð minn góður, sagði
liann við sjálfan sig. Eg get það
ekki. Eg er of þreyttur.
Þarna voru þau fjögur —
maðurinn í kjallaranum, konan,
ef til vill dáin, Clive og annar
maður, sem hafði hjálpað hon-
um. Þau voru þarna eins og
veidd í gildru — biðu eftir grjót-
flóðinu, sem var að steypast
yfir þau.
Clive heyrði skruðning og
fann til sársauka, en hann stóð
samt uppi. Plann leit í kring um
sig. Honum fannst engin stund
hafa liðið, en þó vissi hann að
svo var ekki, því að hann varð
var við, að tveir menn leiddu
hann burt.
Hann nam staðar og ýtti
mönnunum frá sér. Þá skildi
hann allt. Hann hafði sloppið
lifandi. Þeir höfðu grafið hann
upp — þetta var ekki verra en
að vera skallaður í knattspyrnu.
Hann hafði misst meðvitund-
ina, en nú leið honum vel. Hann
fann ekkert til.
— Nei, sagði hann við menn-
ina. Mér líður vel. Ég verð að
fara.
Hann átti erfiðara með að
tala, en hann hafði búizt við.
— Fara ? Hvert?
— Til járnbrautarstöðvarinn-
ar, sagði hann hægt. — Ég þarf
að hitta manneskju — á — stöð-
inni.
Hann lagði af stað og þá
fannst honum jörðin fara að
hallast. Hann varð að ganga í
hálfhring, til þess að detta ekki.
En jörðin hallaðist enn meir, svo
að hann datt.
Hann lá kyrr og vissi ekki
þegar mennirnir lyftu honum.
*
Prudence sat á bekk og starði
á stóru stöðvarklukkuna. Hún
var þreytt og utan við sig. Gat
það verið satt, að hún sæti
hérna ein — og væri að bíða?
— Hvaða lest bíðið þér eftir,
ungfrú ?
Herlögreglumaður stóð fyrir