Úrval - 01.12.1946, Side 121
ÞETTA VARÐAR MESTU
119
— Það má búast við að þrýst-
ingurinn ýti heilanum upp í opið.
Það er venjulega mikill þrýst-
ingur í höfuðkúpunni. Já — oft
mjög mikill.
Ferhymt stykki af höfuð-
kúpunni losnaði og hékk aðeins
við höfuðleðrið á einni hlið. Grár
heilinn þrýstist upp í opið.
Hann hlýddi á einhverja innri
rödd: Þú vissir, að það færi
svona. Þú vissir það. Þú hélst
að heppnin . . . það er engin
heppni til! Prudenee . . . þú
getur jafnvel ekki gert þetta
fyrir Prudence.
Hann talaði hægt og rödd
hans var róleg.
— Því miður, sagði hann, —
eruð þið ekki nógu nálægt, til
þess að sjá það, sem við sjáum
hér. Heilahimnurnar eru dálítið
þrútnar . . .
Hann horfði á hendur sínar
starfa og fannst hann vera að
þramma áfram óendanlegan
veg.
*
Hann sá hana sitja við glugg-
ann í anddyrinu. Hann ætlaði
að segja eitthvað, en hún varð
fyrri til.
— Þeir fóru með hann inn í
herbergið sitt. Hann leit illa út.
— Eðlilega, sagði hann,
gramur. I-Ivernig gat þér dott-
ið í hug að sjúklingur liti vel út
eftir slíkan uppskurð ? — En á
morgun . . .
— Já, á morgun. Eigum við
— að fara ?
Þau fóru ut úr sjúkrahúsinu.
Þegar hann sté upp í bifreiðina,
tók hann með hendinni um enn-
ið.
— Þú ert þreyttur — ekkí
satt? sagði hún. — Þetta tók
nærri f jórar klukkustundir. Það
var mikil aðgerð?
— Nú var tíminn kominn til
þess að segja henni það . . . ef
hún horfði bara ekki á hann!
— Á ég að segja þér eitt,
sagði hann. Ef ég væri ekki —
þekktur læknii> — myndi ég
drekka mig fullan -— keng-
fullan!
— Gott og vel, sagði hún. —
Við skulum gera það — bæði
tvö.
— En, Prue . . .
— Nei, sagði hún. — Ég get
ómögulega farið heim. Eg gef
það ekki . . .
— En, Prue — ég veit ekki
hvar . . .
— Ég skal vísa veginn, sagði
hún. — Ég skal . . . bíddu
hérna.
Þegar hún kom til baka, tók
hún í hönd hans.
Þau gengu stuttan spöl og
börðu að dyrum á húsi einu.
Dyrnar opnuðust og þau gengu
inn.
Þau settust við borð og virtu
fyrir sér fólkið, sem þarna var
saman komið. Það voru aðallega
einkennisbúnir menn og lauslæt-
isdrósir.
— Ólögleg knæpa — í miðri
London! sagði hann.
Whiskýið var hræðilegt. Hann