Úrval - 01.12.1946, Page 131
MÆÐUR EITT KVÖLD.
Framhald af 4. kápusíðu.
voru allar stórhrifnar af þessari hugmynd, — og þá ekki
síður þakklátar stúlkunum, sem höfðu reynzt vandaðar og
skilningsgóðar í hvívetna.
Ung prestkona var einna áköfust í lofi sínu: ,,Ég hefi ekki
getað farið neitt með manninum mínum — og jafnvel ekki
án hans — í fimm ár,“ sagði hún. „Ég tel þetta eitt hið dá-
samlegasta starf, sem unnið er í þágu þjóðfélagsins."
Hún benti á, að margar konur, sem eiga heima í borgum
eins og Luton, en þar starfar þetta félag, eigi langt að sækja
til foreldra og skyldmenna, en það á aftur rót sína að rekja
til þeirra starfa, er menn þeirra hafa með höndum, og því
þekktu þær enga, er þær gætu beðið að líta eftir börnunum
fyrir sig. Sjálf kvaðst hún hafa hug á að hjálpa manni sínum
við prestsstörfin.
Og þetta fyrirkomulag mæltist engu síður vel fyrir hjá
stúlkunum. Þeim er ljóst, að þær eru að inna af hendi mikil-
vægt starf, og hlakka til að nota þessi kvöld til þess að stoppa
í sokka, gera við föt og lesa og skrifa. Sumar þeirra gera
líka við föt fyrir húsbændurna. En um fram allt er þeim
mikið í mun að geta stofnað til vináttu við fólkið, og þær
hafa gaman af börnum.
Fregnir mn félagskapinn hafa flogið víða, og af þeim
kunnugleika hefir leitt skemmtileg atvik: Stúlkurnar fá bréf
frá karlmönnum hvaðanæva úr heiminum, og sumir bréfrit-
arar hafa meira að segja sent giftingarboð. Þessir menn geta
ekki nógsamlega lofað ættjarðarást stúlknanna, — og ekki
er úr vegi að ætla, að þeim þyki betra en ekki, að stúlkan,
sem þeir vilja giftast, hafi gaman af börmmum og viti, hvern-
ig á að gæta þeirra.
(„Mother")