Úrval - 01.02.1948, Page 14

Úrval - 01.02.1948, Page 14
12 TjRVAL anlegur eiginleiki, sem ekki væri hægt að ráða við, eða hún staf- aði af rangri starfsemi kirtl- anna, og mætti þá lækna hana með lyfjagjöf. Þessum kenning- um hefur nú verið kollvarpað. Það hefur komið í ljós, að það er ekki offitan, sem er erfanleg, heldurmatvenjurnar—þeir, sem eru mjög feitir, eru það ein- göngu vegna þess, að þeir borða meira af fitandi fæðu en aðrir. Offeitt fólk harðneitar því venjulega, að það borði meira en aðrir, en við athugun kemur í Ijós, að þetta er ekki rétt. Kona nokkur, sem var spurð um, hve mikið 265 punda þung dóttir hennar borðaði, svaraði því til, að hún væri enginn mathákur. Við nánari athugun kom þó í ljós, að venjulegur hádegisverð- ur stúlkunnar var sex brauð- sneiðar, fjögur epli, tvö til þrjú mjólkurglös og kökusneið. Hér fara á eftir orð dr. Evans um þessa höfuðorsök offitunn- ar, ofátið: ,,Offita sjúklingsins fer eftir því, hve mikið hann hefur borðað. Það er ekki hægt að anda að sér fitu, hún smýg- ur ekki gegnum hörundið, hún stafar ekki frá kirtlunum, því að á þeim er ekkert það op, sem hún gæti komizt inn um. Fitan hefur aðeins komizf inn í líkamann gegnum eitt op — munninn; hún var etin. Það er ekki til annars en að blekkja menn um orsök og eðli offitumi- ar, að neita þessari staðreynd.'4 Það er ákaflega erfitt að sann- færa fólk um það, að eina leið- in til þess að lækna offitu, sé að minnka matarskammtinn. Marg- ir leita lækna, taka inn mergun- arlyf, fara í nudd eða sækja svonefndar fegrunarstofnanir. Árangurinn er enginn annar en sá, að þessi fyrirtæki eru styrkt f járhagslega, enda standa þau í miklum blóma. Nudd getur að vísu haft bætandi áhrif á óstyrka vöðva, en það eyðir ekkí fitu. Aftur á móti geta svitaböð verið hættuleg. „Megrunar1- áhrif þeirra eru einungis í því fólgin, að þau eyða vatni úr líkamanum, en það leggur aukið erfiði á blóðrásarkerfið, sem íþyngt var fyrir af pffitunni. Líkamsæfingar og gönguferð- ir eru sömuleiðis þýðingarlitlar. Offeitur maður yrði að klífa upp stiga í tíu hæða húsi, til að koma í veg fyrir, að hitaeiningar einn- ar brauðsneiðar yrðu að fitu. Og sá, sem ætlaði sér að losna við eitt pund af fitu, yrði að fara í 50 km. langan göngutúr! Það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.