Úrval - 01.02.1948, Side 38

Úrval - 01.02.1948, Side 38
36 ÚRVAL sprengjum og skutu á okkur með vélbyssum. Helvíti getur ekki verið verra.“ I maí 1945 hafði annar blaða- maður hitt mann, sem horfði á innrásartilraunina laugardags- kvöld eitt í september 1940 frá ströndinni við Sussex rétt hjá Bognor. Hann gaf myndauðuga lýsingu á skothríð strandvirkj- anna á þýzka innrásarpramma á meðan enskar sprengjuflug- vélar sveimuðu yfir þeim. Hann sagðist hafa séð hermannalík- um skola á land svo hundruðum skipti. Og blaðamaðurinn bætti við frá eigin brjósti: „Þrátt fyrir þann steinvegg, sem brezk her- yfirvöld eru umlukt, tókst mér að fá vissu fyrir því, að brezka herstjórnin taldi, að innrásar- æfing, sem Þjóðverjar héldu, væri raunveruleg innrásartil- raun, og gaf öllum deildum land- varnanna skipun um að vera viðbúnar orustu.“ Ekkert olli mér eins mikilli fyrirhöfn öll stríðsárin og þessi fullyrðing um þýzka innrás, sem brotin hefði verið á bak aftur með því að kveikja í olíu á sjónum og steikja þar 30 þús- und Þjóðverja lifandi. Erfiðleik- arnir byrjuðu í september 1940, þegar öllum kirkjuklukkum landsins var hringt til merkis um að innrás væri hafin og heimavarnarliðið var kvatt til vopna. Ritskoðunin fékk skila- boð um, að það væri leyfilegt að birta frétt um það, að klukk- unum hefði verið hringt, „en ekki annað en það, sem bent gæti til, að þetta hefði verið gabb eða mistök. Engin opin- ber tilkynning verður gefin út.“ Eigi að síður er það stað- reynd, að Þjóðverjar höfðu við- búnað til innrásar í Stóra Bret- land, en gerðu aldrei verulega tilraun til að framkvæma hana. Það var ekkert satt í orðrómin- um um þýska innrásartilraun, sem hefði verið hrundið og 30 000 Þjóðverjar brenndir. Samt var þetta þrálátasti orð- rómurinn í stríðinu. Aftur og aftur heyrði ég hann í mismun- andi útgáfum. Nú er það ekki hlutverk rit- skoðunarinnar að úrskurða hvað er satt og hvað ósatt í til- kynningum; hlutverk hennar er að sjá um, að óvinirnir fái ekki mikilvægar upplýsingar. Ég rakst oft á ýmislegt, sem var ekki rétt. Ég benti þá blað- inu, sem flutti fregnina, á það,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.