Úrval - 01.02.1948, Side 64

Úrval - 01.02.1948, Side 64
62 ÚRVAL kring um hann, þar sem hann sat tígulegur 1 sandinum. Væng- ir hennar héngu niður og hún gaf frá sér lág, smellandi hljóð. Skyndilega reis karlfuglinn á fætur — með þanda vængi og uppspert stél. Hann færði sig hægt nær kvenfuglinum. Svo, þegar þau stóðu augliti til aug- litis, hófu þau dansinn. Þau dönsuðu í hring, líkt og í valsi, og hinir löngu hálsar þeirra sveigðust til og frá í takt. Ég starði undrandi á hina stóru en lipru fætur fuglanna, sem tóku danssporið með ótrú- legri nákvæmni, og virtust lyfta þungum líkamanum eins og þeir væru fisléttir. Fuglarnir dönsuðu í hring, þar til kven- fuglinn lagðist allt í einu niður í sandinn með útbreidda vængi og vaggaði sér, eins og til þess að örfa maka sinn enn meir. Karlfuglinn, þakin gljáandi, svörtu fiðri, sem líktist loð- skinni, og með hvítfjaðraða vængina þanda, hélt áfram að dansa ástardansinn. Að lokum kom að fullnægingu kynhvatar- innar, með vængjaslætti og í uppþyrluðu ryki. Máltækið um heimsku strúts- ins, „sem grefur höfuðið í sand- inn,“ er sprottið af þeirri venju hans, að teygja hálsinn eftir jörðinni. Það gerir honum auð- veldara að fela sig, þegar hann liggur á eggjum. Þegar strútur- inn beygir hinn langa háls nið- ur að jörðinni, líkist hann steini eða mosaþúfu til að sjá, auk þess veldur tíbráin í loftinu því, að liggjandi strútur getur dul- izt algerlega, ef hálsinn sézt ekki. Þegar ég var tíu ára gamall og fullur af ævintýraþrá, lang- aði mig mjög að sjá strút liggja á eggjum. Það er ekki hættu- laust, því meðan annar fuglinn liggur á, hringsólar hinn kring um hreiðrið, til þess að verja það gegn aðskotadýrum. Strút- urinn er svo fótfrár, að hann jafnast á við hest á stökki. Á fótum hans eru geysimiklar og sterkar klær, og ég hef séð strút rífa hund næstum því í tvennt með einu sparki. Mér hafði verið sagt frá tveim ráðum, til þess að forðast meiðsli og dauða, ef strútar réðust á mig. Annað var það, að vera vopnaður einskonar langri trékvísl, sem maður átti að bregða á háls fuglinum, til þess að halda honum frá sér og forðast stórhættuleg spörk hans. Hitt ráðið — og það var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.